Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 54
Of langt mál yrði að rekja hér starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga til nokkurrar hlítar. Verður því að stikla á stóru. Það hefur verið skoðun sam- bandsins, að endurskoða þyrfti umdæmaskiptingu sveitarfélaganna í því skyni að stækka og efla sveitarfélögin, en mörg þeirra eru, svo sem kunnugt er, mjög fámenn og þar af leiðandi vanmegnug fjárhagslega til stærri átaka. Fyrir frumkvæði sambandsins skipaði félagsmálaráðherra, en undir hann heyra sveitarstjórnarmál, nefnd vorið 1966 til að endurskoða skiptingu lands- ins í sveitarfélög. Þá var nefndinni einnig falið að athuga, hvort ekki væri rétt að breyta sýslufélagaskipuninni, með það fyrir augum að taka upp stærri lögbundin sambönd sveitarfélaga en sýslufélögin. Á vegum nefndarinnar voru þessi mál könnuð allýtarlega og samdi nefndin frumvarp til laga um sam- einingu sveitarfélaga, sem miðaði að því að greiða fyrir sameiningu. Varð það frumvarp að lögum. Hins vegar hefur lítið gerzt í sameiningarmálum, eftir að nefndin lauk störfum. Aðeins ein sameining sveitarfélaga hefur átt sér stað (Eyrarhreppur og ísafjarðarkaupstaður). Á undanförnum árum og áratugum hefur stórfelld sameining sveitarfélaga átt sér stað á öllum hinum Norðurlöndunum. Þar er víða talið, að lágmarksstærð sveitarfélaga, hvað fólks- fjölda snertir, ætti að vera 6000 manns. Á undanförnum árum hafa verið stofnuð svonefnd landshlutasamtök sveit- arfélaga í kjördæmum landsins. Hafa sex slík samtök verið stofnuð í öllum kjördæmum utan Reykjavíkur. Á Norðurlandi ná samtökin yfir bæði Norður- landskjördæmin. Þessi samtök eru frjáls hagsmunasamtök allra sveitarfélaga í kjördæmunum, kaupstaða og hreppa, og er þeim ætlað að vinna að sam- eiginlegum hagsmunamálum viðkomandi sveitarfélaga og landshluta, þ. á m. í atvinnumálum og menningarmálum. Enn fremur er þeim ætlað að vinna að gerð landshlutaáætlana í samvinnu við Framkvæmdastofnun ríkisins. Allmikið hefur verið rætt um framtíðarstöðu landshlutasamtakanna, hvort þau ættu að verða með svipuðu sniði framvegis eða hvort gera ætti þau að lið í stjórn- kerfinu. í því sambandi hefur risið sú spurning, hvort landshlutasamtökin ættu að yfirtaka verkefni sýslufélaganna að einhverju eða öllu leyti. Fram er komið á Alþingi frv. til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögunum nr. 58/1961 með ákvæðum um landshlutasamtök sveitarféiaga, en þar er kveðið á um hlutverk þeirra með áþekkum hætti og það er nú. Á liðnu sumri skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að endurskoða sveit- arstjórnarlögin. Skal nefndin m. a. gera tillögur um stöðu landshlutasamtak- anna og sýslufélaganna. Formaður nefndarinnar er Hjálmar Vilhjálmsson, fv. ráðuneytisstjóri. Af hálfu sambandsins eiga sæti í nefnd þessari: Páll Líndal borgarlögmaður, formaður sambandsins, og Ölvir Karlsson oddviti. Um þessar mundir er stjórn sambandsins að senda frá sér til umsagnar allra sveitarstjórna í landinu bráðabirgðagreinargerð og tillögur varðandi verkaskiptingu ríkisins, sveitarfélaganna og landshlutasamtaka þeirra. Slíka greinargerð sendi sambandið frá sér í janúar 1970. i henni var ekki fjallað um landshlutasamtökin. Sumar af þeim tillögum, sem þar voru settar fram, eru þegar komnar til framkvæmda, s. s. að ríkið hefur yfirtekið allan kostnað við löggæslu í landinu svo og allan kostnað við lífeyristryggingar. ! þessum nýju tillögum er m. a. lagt til, að verkaskiptingin milli ríkisins, sveitarfélaganna og samtaka þeirra verði tekin til heildarendurskoðunar og gerð einfaldari og gleggri en nú er. Við þá endurskoðun verði stefnt að því, 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.