Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 45
i frumvarpinu eru engin ákvæði um afkynjun, og telur nefndin, að þau eigi ekki heima í þessari löggjöf, heldur eigi ákvæðin um afkynjun frekar heima í læknalögum. Eins og sést á framanrituðu eru miklar breytingar á gildandi löggjöf í frum- varpi þessu. Nefndin lét framkvæma eftirrannsókn á högum kvenna, sem gengizt höfðu undir fóstureyðingu á fæðingardeild Landsþítalans á árunum 1966 og 1967, og gaf sú rannsókn til kynna, að konurnar áttu við mikla félagslega örðugleika að striða. Nefndin kynnti sér einnig, hvaða félagsleg aðstoð stendur til boða fyrir þungaða konu og við barnsburð og telur, að henni sé í ýmsu ábóta- vant og bendir sérstaklega á dagvistunarskort, skort á atvinnuöryggi kvenna í sambandi við þungun og barnsburð, nauðsyn þess að lengja bransburðar- leyfi og að tryggja afkomu kvenna, sem missa tekjur, með greiðslu almanna- tryggingabóta. í frumvarpinu er iagt til, að sjúkratryggingar almannatrygginga greiði sjúkrakostnað vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, og að kostnaður vegna ráðgjafar og fræðslu greiðist af almannafé. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur gefið út álit nefndarinn- ar ásamt greinargerð og frumvarpi til nýrra laga (júní 1973), og er þeim, sem áhuga hafa á málinu, bent á að kynna sér það rit. Guðrún Erlendsdóttir Eftir að fréttagrein þessi var samin, hefur verið lagt fram frumvarp til laga ,,um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir" (95. þingmál, þingskjal 104). Fyrsta umræða um frumvarp- ið fór fram í Neðri deild 19. nóvember, og tóku 9 þingmenn til máls að með- töldum heilbrigðismálaráðherra, en hann hafði framsögu. Málinu var vísað til heilbrigðis- og tryggingamálanefndar deildarinnar, og mun hún hafa sent það mörgum aðilum til umsagnar. Mikið hefur verið skrifað um málið í blöð og tímarit og um það hafa verið ráðstefnur og fundir. Hér skal aðeins nefnt, að Læknaneminn, 2. tbl. 1973, er að mestu um þetta efni, og að nefnd var skipuð af biskupi islands til að fjalla um lagafrumvarpið, sem fyrr er nefnt. Hefur hún skilað áliti og birt það opinberlega. AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Aðalfundur Dómarafélags íslands var haldinn dagana 22. og 23. nóvember s.l. í Tjarnarbæ í Reykjavík. Formaður félagsins, Björgvin Bjarnason, bæjar- fógeti, setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritarar voru kosnir Már Pét- ursson héraðsdómari og Guðmundur Jónsson borgardómari. í upphafi fundarins ávarpaði formaður fundarmenn og gesti, er við fundar- setningu voru, Ólaf Jóhannesson forsætis- og dómsmálaráðherra og Baldur Möller ráðuneytisstjóra. Þá minntist formaður Valdimars Stefánssonar sak- sóknara ríkisins, sem látist hafði á liðnu starfsári, og vottuðu fundarmenn honum virðingu sína með því að rísa úr sætum. Formaðurinn greindi frá embættaskipunum á árinu, en þær voru þessar: 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.