Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 32
an félaganna aukna aðild að samninganefndum þeirra við væntanlega sér-
samninga.
Fulltrúaráð BHM sambykkir með hliðsjón af þessu að fresta því að taka af-
stöðu til aðildarumsóknar frá Félagi háskólamenntaðra starfsmanna stjórnar-
ráðsins. Felur það stjórn BHM að undirbúa fyrir 1. þing BHM í nóvember
1974 tillögu, sem stefni að því að leysa til frambúðar vandamál starfshópa,
sem hafa sameiginlegra hagsmna að gæta í sérsamningum, en tilheyra
fleiri en einu aðildarfélagi BHM, t.d. með sérstakri aðild slíkra hópa að við-
ræðum um sérsamninga. Aðild að BHM verði hins vegar áfram byggð á
sameiginlegum menntunargrunni eða skólastigi."
Af ofansögðu er Ijóst, að starf BHM hefur að undanförnu einkum beinst
að kjaramálum ríkisstarfsmanna. Er það nú yfirlýst stefna stjórnar BHM, að
þeim málum, sem almennari eru, verði betur sinnt framvegis, enda gefist þess
kostur, þar sem kjarasamningar ríkisstarfsmanna séu nú í höndum launa-
málaráðs.
Meðal nýrra verkefna, sem nú er unnið að, er undirbúningur ráðstefnu
um skipulag menntunar á háskólastigi, auk þess sem áfram verður unnið að
hóptryggingarmálum, orlofsmálum o. s. frv.
Fulltrúar Lögfræðingafélagsins í fulltrúaráði BHM á síðasta starfsári voru
Bjarni K. Bjarnason, Hallvarður Einvarðsson og Ragnar Aðalsteinsson, en
meðal stjórnarmanna BHM er Hrafn Bragason. Formaður stjórnar BHM er
Markús Á Einarsson veðurfræðingur, en framkvæmdastjóri þess er Guðríð-
ur Þorsteinsdóttir lögfræðingur. Ragnar A3a|steinsson
KJARAMÁL RÍKISSTARFSMANNA
í síðasta hefti var sagt frá störfum BHM að kjaramálum rikisstarfsmanna,
uppsögn samninga, kröfugerð og samningafundum fram undir nóvemberlok.
Hinn 6. desember s.l. boðaði sáttasemjari til fundar með samninganefndum
ríkisins og BHM. Þegar í upphafi fundar kom fram, að hvorugur aðili hafði
neitt nýtt fram að leggja. Skýrt var frá því á fundinum, að BSRB hefði sama
dag lagt fram tilboð, sem fæli í sér mikla lækkun frá upphaflegum kröfum.
Sáttasemjari boðaði enn til fundar með aðilum 14. desember s.l. Samn-
inganefnd ríkisins skýrði frá því, að ríkið hefði boðið BSRB 7% hækkun launa
upp í 14. launaflokk, en síðan jafna krónutölu. Samninganefndin kvaðst reiðu-
búin að bjóða BHM sömu hækkun. Var því að sjálfsögðu hafnað. Formaður
samninganefndar BHM lýsti því síðan yfir, að frekari umræður virtust vera
gagnslausar og væri BHM því reiðubúið að reka málið fyrir Kjaradómi. Því
var síðan lýst yfir af hálfu samninganefndanna, að samningaumleitunum væri
lokið og deilunni vísað til Kjaradóms.
Hinn 21. desembers.l. var málið þingfest fyrir Kjaradómi. Ragnar Aðalsteins-
son hrl. flytur málið af hálfu BHM, en Þorsteinn Geirsson hrl. af hálfu
ríkisins. Guðríður Þorsteinsdóttir
Aðalkjarasamningar milli BSRB og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var undir-
ritaður 15. desember s.l., og er frá honum sagt á bls. 54.
30