Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 34
ORATOR Stjórn Orators, félags laganema, skipuðu árið 1973 eftirtaldir menn: Þor- steinn Pálsson, formaður; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, varaformaður og ritstjóri Úlfljóts; Steinunn Margrét Lárusdóttir, ritari; Ingibjörg Þórunn Rafnar, gjald- keri, og Bjarni Ásgeirsson. Stjórnin var kjörin á aðalfundi 10. nóvember 1972 og sat fram til aðalfundar, sem haldinn var 8. nóvember 1973. Starfsemi Orators hefur í rr.eginatriðum verið í nokkuð föstum skorðum um allmörg undanfarin ár, og var svo enn s.l. ár. Helstu viðfangsefni félagsins eru félagsfundir, málfiutningsæfingar, kennslumálefni og skemmtistarfsemi ýmis konar. Samskipti við erlenda stúdenta og stúdentafélög eru all umfangs- mikil, og í febrúarmánuði 1973 hófst fyrir alvöru undirbúningur fyrir XIX. Nor- ræna laganemamótið, sem ráðgert er að haida í byrjun júni 1974. Alls voru haldnir 11 félagsfundir á starfsárinu, og eru þá ekki taldir með umræðufundir á eftir málflutningsæfingum og í vísindaleiðangri. Af þessum 11 fundum var einn hádegisverðarfundur og þrír voru almennir borgarafundir um lögfræðileg efni. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að efna til almennra borgarafunda til þess að gefa almenningi kost á að hlýða á og taka þátt í lögfræðilegri umræðu um ágreiningsefni, er skjóta upp kollinum i þjóðfélag- inu. Þannig var rætt um lögmæti Keflavíkursjónvarpsins og spurriinguna um það, hvort Islendingar ættu að senda málflytjanda til Alþjóðadómstólsins í Haag. Enn fremur var haldinn almennur fundur um frjálsar fóstureyðingar, þar sem einnig voru reifuð sjónarmið læknisfræðinnar og guðfræðinnar að því er þetta málefni varðar. Af öðrum fundarefnum má t. d. nefna störf hafs- botnsnefndar Sameinuðu þjóðanna og mótun þjóðréttarreglna um 200 sjó- milna fiskveiðilögsögu og réttarstöðu stjórnvalda gagnvart aðilum vinnu- markaðarins. Málflutningsæfingar voru að venju haldnar þrjár. Auk þess sá Orator um þáttinn ,,Réttur er settur“ í sjónvarpinu. Til stóð að afnema þessa þætti með öllu, en nú hefur verið ákveðið að halda þeim áfram eins og verið hefur. Á starfsárinu kom út XXVI. árgangur Úlfljóts. Svo sem venja hefur verið til, komu út fjögur tölublöð, alls um 430 blaðsíður. Auk fastra tölublaða Úlf- Ijóts annaðist ritnefndin útgáfu tveggja fylgirita. Hið fyrra kom út með 2. tbl. i því var birt meistaraprófsritgerð Jóns Ögmunds Þormóðssonar við laga- skólann í Harvard. Nefnist greinin: Some Legal Aspects of the Conservation of Fish Stocks in the North-East Atlantic Ocean. Seinna fylgiritið kemur út með 4. tbl. og hefur að geyma ritgerð Páls Sigurðssonar dósents um tjón af völdum skipa. Hátíðisdagur Orators var haldinn föstudaginn 16. febrúar. Árdegis var mái- flutningur og dómsuppsaga á bæjarþingi Orators. Síðdegis flutti prófessor Þór Vilhjálmsson erindi f Norræna húsinu, er hann nefndi: Þættir úr sögu stjórnsýslunnar. Þá heimsóttu laganemar borgarstjórann í Reykjavík, Birgi Isieif Gunnarsson, og um kvöldið var fagnaður í Þjóðleikhúskjallaranum. Heiðursgestur var Magnús Thoroddsen borgardómari. Fulltrúar Orators sóttu formannaráðstefnur Norræna laganemaráðsins í Uppsölum og Osló. Þá fóru fulltrúar félagsins á seminör í Gautaborg og Lillehammer. I sambandi við 16. febrúar komu hingað í boði Orators fulltrúar frá laganemafélögunum f Gautaborg og Osló. Þeir dvöldu hér í vikutíma. I 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.