Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 5
t GUNNARJÓNSSON Hinn 10. desember 1973 andaSist í Reykja- vík Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður eft- ir skamma sjúkdómslegu. Gunnar var fæddur 9. febrúar 1916 í Reykja- vík, en ættir hans stóðu í Rangárþingi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og lauk lögfræðiprófi 1941. Var árgangur hans mikill lögfræðingaárgangur, en á árinu 1941 luku 9 stúdentar frá 1936 lögfræðiprófi, sex að sunnan og 3 að norðan. Kynni okkar Gunnars urðu fyrst í lagadeild- inni, þar sem hann var nokkru yngri í skóla, en við urðum kandidatar saman í ársbyrjun 1941. — Gunnar hóf fljótlega eftir próf störf sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu Péturs Magn- ússonar, Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, og starfaði hann þar nokkur ár og lagði góðan grundvöll að ævistarfi sínu, en málflutn- ingsstörf stundaði hann sem aðalstarf æ síðan. Gunnar var við framhalds- nám í afbrotafræðum (criminology) við Harvardháskóla 1946—1947, en setti á stofn eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík eftir heimkomuna og rak hana til dauðadags. Um það leyti tók hann einnig við kennslu í sjórétti við Stýri- mannaskólann og annaðist þá kennslu um langt árabil. Er mér kunnugt um, að Gunnari féll það starf vel og fór það vel úr hendi. Á árinu 1948 hóf Gunn- ar störf hálfan daginn í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, og urðum við þar samstarfsmenn. Þar starfaði hann rúman áratug eða allt þar til meðferð ákæruvalds var skilin frá ráðuneytinu 1961, en að þeim málum hafði Gunnar starfað einvörðungu, sem raunar féll að framhaldsnámi hans. Málflutnings- störfum kaus hann samt að sinna áfram, og urðu þau hin síðari árin að fullu aðalstarf hans. Öll störf Gunnars mótuðust sterklega af persónuleika hans, en hann var mikill starfsmaður og féll ekki verk úr hendi. Gunnar var hið mesta prúðmenni og óáreitinn, en lét ekki hlut sinn að þarflausu, þótt hann mætti andstöðu, og er það góð skaphöfn málflutningsmanni. Létt var yfir Gunnari í öllu fasi, og bar hann með sér röskleika sinn. Um skeið var Gunnar i stjórn Lögmannafélags islands. Gunnar var kvæntur Aðalheiði Sigurðardóttur, sem lifir mann sinn ásamt þrem börnum þeirra uppkomnum: Eddu, sem er gift í Vestmannaeyjum, en 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.