Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Qupperneq 8
veitti honum mikinn una5. Lögfræðistörfin léku honum í hendi. Og Ijúfari lífsförunaut í blíðu og stríðu en eiginkonu hans, Sigríði, er ekki hægt að hugsa sér, svo samhent sem þau voru. Kom það raunar ekki á óvart þeim, sem til hennar og fjölskyldu hennar þekktu. — Börnin urðu tvö, Ólafur Einar og Sigurlaug Kristín. Ánægja er að sjá soninn endurspegla ýmsa kosti föður síns, og dóttirin getur síðar glaðst yfir að hafa gefið lífi hans aukna fyllingu. Kynni okkar Jóhanns hófust norður við Eyjafjörð fyrir tveimur áratugum — á þeim árstíma, þegar sól aldrei setzt þar um slóðir. — Sá árstimi er táknrænn fyrir þann Ijóma, sem verða mun yfir endurminningunum um hann í hugum okkar, er vorum svo lánsamir að þekkja hann. Ólafur Egilsson ÓLAFUR H. JÓNSSON Þann 8. október s. I. andaðist Ólafur H. Jóns- son forstjóri. Hann var fæddur 25. janúar 1905. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ólafsson bankastjóri og Þóra Halldórsdóttir. Hann varð stúdent 1924 með I. einkunn og cand. juris 1930 með I. einkunn. Ekki lagði hann fyrir sig lögfræðistörf að loknu lagaprófi, heldur hélt út í athafnalífið og varð þegar starfsmaður Fiskveiðihlutafélagsins Alliance og skömmu síðar forstjóri þess. Varð það ævistarf hans til ársins 1967. En því fór fjarri að það væri eina starf hans, því að hann var lengi í stjórn ýmissa atvinnufyrirtækja, svo sem Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, Lýsissamlags íslenzkra botnvörpunga, Sam- tryggingar íslenzkra botnvörpunga, Landssambands íslenzkra útvegsmanna, Samlags íslenzkra skreiðarframleiðenda, Olíuverzlunar Islands h.f., Smjörlíkis- gerðarinnar Ásgarðs hf. og Strætisvagna Reykjavíkur hf. Var Ólafur ásamt öðrum stofnandi sumra þessara félaga. Enn fremur reisti hann ásamt öðrum frystihús og verzlunarhús á Drangsnesi, síldarverksmiðju í Djúpavík, og var framkvæmdarstjóri Djúpavíkur hf. og stjórnarformaður, en það félag keypti síldarverksmiðjuna á Dagverðareyri og rak hana og endurbyggði. Loks var Ólafur í stjórn Vinnuveitendasambands islands og í samninganefndum um kaup og kjör togarasjómanna og samninganefndum íslendinga og Austur- Þjóðverja þrisvar. Ólafur var meðlimur í öðrum góðum félagsskap, Oddfellowreglunni I.O.O.F. Þá var Ólafur skipaður í nefnd til að endurskoða lagaákvæði um atvinnu við siglingar í íslenzkum skipum. Ólafur var Sjálfstæðismaður alla tíð. Hann var einn af stofnendum Heim- dallar og í stjórn þess félags; í fjármálaráði flokks síns lengi og einu sinni frambjóðandi honoris causa. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.