Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Síða 16
forna lögfræðiáhuga almennings í landinu, að fólk hafi ríka tilhneig- ingu til að leysa sjálft úr lögfræðilegum vandamálum sínum. Ymsar aðrar ástæður geta einnig legið að baki tregðu eða aðstöðu- leysi almennings til að leita lögfræðiaðstoðar, og verður nú nánar að því vikið. Þar má nefna þrjár hugsanlegar skýringar: 1. Fjárhagsástæður. 2. Lögfræði og lögfræðingar eru almenningi framandi, utan við sjón- deildarhring hans. 3. Vantraust á lögfræðingum. Þegar einstaklingur stendur frammi fyrir lögfræðilegu vandamáli, skiptir fjárhagshliðin miklu máli. Mjög rík tilhneiging er til að reyna að spara sér þann kostnað, sem lögfræðiþjónustu fylgir, á sama hátt og menn eru tregari til að leita læknis, ef þeir þurfa sjálfir að greiða kostnaðinn. Undir slíkum kringumstæðum myndi sjúklingurinn ærið oft koma of seint til læknisins. Sama er um lögfræðiþjónustu. Ef við- komandi hefði leitað aðstoðar lögfræðings strax í upphafi, t. d. við fasteigna- eða bifreiðakaup, hefði hann hugsanlega getað firrt sig kostnaðarsömum málarekstri og fjárhagslegu tjóni. I fljótu bragði mætti ætla, að með vaxandi velmegun almennings færi þörfin minnk- andi fyrir fjárhagsaðstoð til þeirra, sem þurfa að leita aðstoðar lög- fræðings og halda fram rétti sínum fyrir dómstólum. Það er þó hæpið, og má í þeim efnum benda á, að kostnaður við málarekstur og lögfræði- aðstoð hefur einnig farið mjög hækkandi. Ekki ætla ég mér út á þann hála ís að dæma um réttlæti núgildandi gjaldskrár Lögmannafélags Is- lands, en þó má ljóst vera, að ýmis þjónusta lögfræðinga, sem almenn- ingur hefur þörf fyrir, getur oltið á verulegum fjárhæðum. En þó ekki sé þar alltaf um háar fjárhæðir að ræða, er augljóst, að almenningur, þó sérstaklega hinir tekjulægstu, hljóta af fjárhagsástæðum að reyna til hins ýtrasta að komast hjá að leita eftir lögfræðiaðstoð, ekki síst þar sem við bætist, að skilningur á gildi slíkrar aðstoðar er oft takmarkaður. 1 öðru lagi vaknar sú spurning, hvort dómstólakerfið, lögfræðingar og lögfi'æði almennt fellur utan við sjóndeildarhring almennings, hvort þetta er orðið að vélrænum stofnunum í augum fólksins, sem það vill engin skipti eiga við. Ljóst má vera, að ýmsir þættir lögfræðinnar hljóta að verka ákaflega neikvætt á almenning. Lagamálið sjálft er oft á tíðum illskiljanlegt. Aðila- og vitnayfirheyrslur eru ákaflega formfastar og verka eflaust heldur fráhrindandi á meginþorra fólks. Og minna má á það ágæta boðorð: „Það er bannað að reykja í réttarsaln- um“, (það er ógnun við virðingu réttarins). Sá sem fær stefnu og les þar hina venjulegu klásúlu: „til þess þar og þá að sjá skjöl og skilríki 14

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.