Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 20
stofnunarinnar. Strax í upphafi er réttarhjálpin reiðubúin til að að- stoða við að semja innheimtubréf, umsóknir, eða útbúa skjöl, allt eftir eðli málsins. Lögð er áherzla á skjóta afgreiðslu mála, og óafgreidd mál eru ekki látin hlaðast upp. Ef með þarf, er málið síðan sent til einhvers af lögmönnum réttarhjálparinnar, sem þá tekur við rekstri málsins. Starfsemi réttarhjálpar stúdenta er orðin mjög umfangsmikil, og starfsárið 1970—71 voru bókuð 7503 ný mál. 1 Noregi er starfandi stofnun, sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð, „Kontor for fri rettshjelp“. „Fri rettshjelp“ hóf starfsemi sína árið 1893 og var í fyrstu í einkaeign, en árið 1923 tók Oslóborg við starf- seminni, og hefur hún verið í höndum borgarinnar síðan. Fleiri sveit- ai'félög hafa síðan komið slíkri starfsemi á fót. Skrifstofan veitir ókeypis lögfræðilegar upplýsingar, þ. e. a. s. al- mennar upplýsingar um hina lögfræðilegu hlið mála, áður en til máls- sóknar kemur. Upplýsingar á sviði refsiréttarins veitir þó skrifstofan ekki. Að öðru leyti gefur skrifstofan upplýsingar um hvers konar lög- fræðileg vandamál, svo sem varðandi skaðabótakröfur, skilnaðarmál og framfærsluskyldu, vandamál á sviði vinnuréttarins, erfðamál og mál vegna húsaleigu eða húsaleigusamninga, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi lögfræðilega aðstoð er í höndum lögmanna skrifstofunnar, en þeir eru 10 talsins. „Kontoret for fri rettshjelp“ hefur ekki aðeins með höndum al- mennar lögfræðilegar upplýsingar, en veitir einnig aðstoð vegna rekst- urs mála fyrir dómstólum. Kostnaður við þann hluta starfseminnar er oft greiddur af því opinbera, þar sem í mörgum tilfellum er um gjafsóknar- eða gj afvarnarmál að ræða. Á sama hátt og í Danmörku njóta þeir einir aðstoðar skrifstofunnar endurgjaldslaust, sem eru fyrir neðan ákveðið mark í tekjum og eign- um, en hér er þó aðeins um viðmiðunartölur að ræða, þar sem einstök tilfelli eru metin sérstaklega. Ríkið greiðir 40% kostnaðar við þessa starfsemi, en viðkomandi sveitarfélag 60%, ef um er að ræða almennar lögfræðilegar upplýsing- ar og lögfræðilega aðstoð. Sé um að ræða málflutning, greiðir ríkið 60%, en viðkomandi sveitarfélag 40%. Þess má geta, að fjöldi þeirra, sem leitar til skrifstofunnar, er mikill eða að meðaltali 40—50 ein- staklingar dag hvern (fyrri hluta ársins 1973). Ef viðkomandi aðili er ófær um að koma á skrifstofuna, t. d. vegna sjúkleika, fara lög- menn skrifstofunnar heim til hans. Ekki er hægt að skilja við réttarhjálp í Noregi án þess að minnst 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.