Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 47
að breyta skipan þess þannig, að það nái yfir hið nýja lögsagnarumdæmi Gullbringusýslu. Annars staðar á landinu gerðust lögreglumenn félagar í starfsmannafélögum sveitarfélaga, eða voru ófélagsbundnir, þar sem slík starfsmannafélög voru ekki starfandi. Fram til þessa hefur því verið svo farið, að einungis lítill hluti lögreglu- manna hefur talist til ríkisstarfsmanna, þ. e. a. s. lögreglumenn á Kefla- víkurfíugvelli og hópur innan Reykjavíkurlögreglunnar, þar sem einkum hafa verið yngstu mennirnir. BSRB fór með umboð fyrir þessa menn í samning- um sínum við ríkið. Þetta þýddi, að stefnan í kjaramálum lögreglumanna var mörkuð, áður en meginhluti þeirra færi að ræða við sína viðsemjendur, og það án þess að þeir hefðu verulega aðstöðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fylgja þeim eftir. Lögreglumenn voru því óánægðir með aðstöðu sína til kjarabaráttu, og varð þetta með öðru til að ýta undir hug- myndina um stofnun landssamtaka fyrir lögreglumenn. Því máli mun fyrst hafa verið hreyft um eða fyrir 1960, en ekki varð þá úr framkvæmdum að sinni. Landssamband lögreglumanna var stofnað 1. desember 1968, en áður voru stofnuð lögreglufélög á helstu þéttbýlisstöðum á landinu, og voru 9 lögreglufélög stofnaðilar að Landssambandinu. Þrátt fyrir stofnun Landssambands lögreglumanna gat það ekki komið fram sem samningsaðili fyrir lögreglumenn vegna ákvæða laganna frá 1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Aðstæður breyttust allar við setningu laga um lögreglumenn 19. maí 1972. Þar var gert ráð fyrir að ríkið tæki við starfrækslu allrar löggæslu á landinu. Var lögreglumönnum, sem voru starfs- menn sveitarfélaga, gefinn kostur á að sækja um starf hjá ríkinu fyrir árslok 1973. Landssamband lögreglumanna fer nú með samningsumboð fyrir alla lög- reglumenn á landinu. Hafa verið teknar upp viðræður milli þess og ríkisins, og er miðað við, að samkomulag náist fyrir árslok. Þá eru síðustu forvöð fyrir lögreglumenn sveitarfélaganna til að tjá sig um, hvort þeir sæki um starf hjá ríkinu, áður en störf þeirra verða lögð niður. í kjarasamninga ríkis- starfsmanna vantar margt það, sem varðar lögreglumenn og kveðið er á um í kjarasamningum sveitarfélaganna. Er því margt óljóst um, hver staða lögreglumanna yrði eftir breytinguna. Til þessa hafa því mjög fáir lögreglu- menn sótt um flutning til ríkisins. Auk þess hefur stór hópur ríkislögreglu- manna sagt upp stöðum sínum sökum óánægju með kjör sín, og rennur uppsagnarfrestur þeirra út upp úr áramótum. Eitt helsta baráttumál lögreglumanna er stytting aldurs til eftirlaunaréttar. Eins og nú stendur, gilda sömu reglur um lögreglumenn og aðra opinbera starfsmenn, þ. e. miðað er við 65 til 70 ára aldur. I nágrannalöndum okkar er yfirleitt búið að lækka starfsaldur lögreglumanna, enda er augljóst, hve óheppilegt er að hafa lögreglumenn í starfi til sjötugs. Þótt kjarabarátta sé ríkur þáttur í félagsstarfi lögreglumanna, eins og ann- arra stétta, hefur verið um margs háttar aðra félagsstarfsemi að ræða meðal þeirra. Tvennt má einkum nefna: í Reykjavík er starfandi lögreglukór, sem er aðili að lögreglukórasambandi Norðurlanda. Halda þessir kórar söngmót i löndunum á víxl, að jafnaði fjórða hvert ár. — Árið 1947 var stofnað Bygg- ingasamvinnufélag lögreglumanna í Reykjavík. Hefur það aðstoðað félags- menn við að eignast eigið íbúðarhúsnæði. Fullyrða má, að það eigi mikinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.