Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 27
starfsráði þessara samtaka, en þar á sæti einn maður frá hverju Norður- landa. Frá þessu segir nánar hér næst á eftir. 6. Annað. Stefán Már Stefánsson og Björn Þ. Guðmundsson sátu fyrir milligöngu félagsins fund deilda Alþjóðlegu lögfræðinganefndarinnar á Norðurlöndum, Vestur-Þýskalandi og Austurríki, sem var haldinn í Lundi 25.—26. ágúst. Að ósk nefnda á Alþingi voru þeim sendar umsagnir um þingsályktunar- tillögu um útgáfu lagasafns í lausblaðabroti, og um frumvörp til laga um mál- flytjendur og Hæstarétt. Sem fyrr segir voru umsagnirnar ræddar á félagsfundi 22. janúar. Þ. V. NORRÆNIR FUNDIR Það hefur tíðkast um skeið, að starfsmenn norrænu lögfræðingasamtakanna héldu fund einu sinni á ári til að ræða efni, sem varða samtökin öll, og til að segja fréttir hver úr sínu landi. Slíkur fundur var haldinn í Reykjavík 27. og 28. ágúst s.l., og var það í fyrsta sinn, sem hann hefur verið hér á landi. Fyrri daginn var rætt um atvinnuhorfur, og hét það á dagskránni: „Juristernes aktuelle beskæftigelsesþroblemer (arbejdsmarkedsproblemer), derunder dommeruddannelsen og dommerrekruteringen“. Síðari daginn var rætt um allmörg mál, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir í einu landanna eða fieiri. I umræðunum um atvinnuhorfur kom fram, að nú er talað opinskátt um atvinnuleysi meðal lögfræðinga í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. I Noregi er aftur á móti skortur á lögfræðimenntuðum mönnum, en búist er við veru- legri aukningu í þeirra hópi á næstu árum. Um menntun dómara og val manna í dómarastöður var einkum rætt vegna sérstakra aðstæðna í Svíþjóð og Finnlandi. Þar hefur lengi tíðkast, að nýútskrifaðir lögfræðingar fengju starfs- þjálfun á vegum dómstóla, og dómaraembætti hafa ekki verið veitt öðrum en þeim, sem þessa þjálfun hafa hlotið. Af ýmsum ástæðum þykir þetta fyrir- komulag ekki svara kröfum tímans, og var það skýrt og rætt á fundinum. — Síðari fundadaginn voru fjármál samtaka lögfræðinga skýrð. Einnig var rætt um skipulagsmál, en í Danmörku eru lögfræðingar í sambandi með hag- fræðingum og í Svíþjóð með þjóðfélagsfræðingum. Öll eru samtökin þó byggð upp á menntunargrundvelli, en ekki eftir vinnustöðum. Kjarasamningar og fræðslustarfsemi voru einnig á dagskrá síðari daginn, sem fundurinn stóð. Samstarfsráð norrænu lögfræðingasamtakanna var stofnað 1971, en Lög- fræðingafélag islands gerðist aðili ári síðar. í ráðinu eiga sæti framkvæmda- stjórar samtakanna, en frá íslandi þó formaður lögfræðingafélagsins, þai* sem framkvæmdastjórinn er enginn. Starfsemin er enn óveruleg, en þó hef- ur ráðið gengist fyrir því að útvega lögfræðingum sérstök kjör í kynnisferðum. islendingar hafa ekki átt annan hlut að starfseminni en þann, að eiga fulltrúa á árlegum fundum ráðsins nú og 1972. Formaður ráðsins var kosinn Finninn Pentti Ajo. Samtök þau, sem eiga aðild að samvinnunni, er hér um ræðir, eru þessi auk Lögfræðingafélags fslands: 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.