Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 27
starfsráði þessara samtaka, en þar á sæti einn maður frá hverju Norður- landa. Frá þessu segir nánar hér næst á eftir. 6. Annað. Stefán Már Stefánsson og Björn Þ. Guðmundsson sátu fyrir milligöngu félagsins fund deilda Alþjóðlegu lögfræðinganefndarinnar á Norðurlöndum, Vestur-Þýskalandi og Austurríki, sem var haldinn í Lundi 25.—26. ágúst. Að ósk nefnda á Alþingi voru þeim sendar umsagnir um þingsályktunar- tillögu um útgáfu lagasafns í lausblaðabroti, og um frumvörp til laga um mál- flytjendur og Hæstarétt. Sem fyrr segir voru umsagnirnar ræddar á félagsfundi 22. janúar. Þ. V. NORRÆNIR FUNDIR Það hefur tíðkast um skeið, að starfsmenn norrænu lögfræðingasamtakanna héldu fund einu sinni á ári til að ræða efni, sem varða samtökin öll, og til að segja fréttir hver úr sínu landi. Slíkur fundur var haldinn í Reykjavík 27. og 28. ágúst s.l., og var það í fyrsta sinn, sem hann hefur verið hér á landi. Fyrri daginn var rætt um atvinnuhorfur, og hét það á dagskránni: „Juristernes aktuelle beskæftigelsesþroblemer (arbejdsmarkedsproblemer), derunder dommeruddannelsen og dommerrekruteringen“. Síðari daginn var rætt um allmörg mál, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir í einu landanna eða fieiri. I umræðunum um atvinnuhorfur kom fram, að nú er talað opinskátt um atvinnuleysi meðal lögfræðinga í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. I Noregi er aftur á móti skortur á lögfræðimenntuðum mönnum, en búist er við veru- legri aukningu í þeirra hópi á næstu árum. Um menntun dómara og val manna í dómarastöður var einkum rætt vegna sérstakra aðstæðna í Svíþjóð og Finnlandi. Þar hefur lengi tíðkast, að nýútskrifaðir lögfræðingar fengju starfs- þjálfun á vegum dómstóla, og dómaraembætti hafa ekki verið veitt öðrum en þeim, sem þessa þjálfun hafa hlotið. Af ýmsum ástæðum þykir þetta fyrir- komulag ekki svara kröfum tímans, og var það skýrt og rætt á fundinum. — Síðari fundadaginn voru fjármál samtaka lögfræðinga skýrð. Einnig var rætt um skipulagsmál, en í Danmörku eru lögfræðingar í sambandi með hag- fræðingum og í Svíþjóð með þjóðfélagsfræðingum. Öll eru samtökin þó byggð upp á menntunargrundvelli, en ekki eftir vinnustöðum. Kjarasamningar og fræðslustarfsemi voru einnig á dagskrá síðari daginn, sem fundurinn stóð. Samstarfsráð norrænu lögfræðingasamtakanna var stofnað 1971, en Lög- fræðingafélag islands gerðist aðili ári síðar. í ráðinu eiga sæti framkvæmda- stjórar samtakanna, en frá íslandi þó formaður lögfræðingafélagsins, þai* sem framkvæmdastjórinn er enginn. Starfsemin er enn óveruleg, en þó hef- ur ráðið gengist fyrir því að útvega lögfræðingum sérstök kjör í kynnisferðum. islendingar hafa ekki átt annan hlut að starfseminni en þann, að eiga fulltrúa á árlegum fundum ráðsins nú og 1972. Formaður ráðsins var kosinn Finninn Pentti Ajo. Samtök þau, sem eiga aðild að samvinnunni, er hér um ræðir, eru þessi auk Lögfræðingafélags fslands: 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.