Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 18
allstór hluti íslenskra lögfræðinga starfi í þágu einkaatvinnurekstrar og hafi þannig að aðalstarfi að þjóna hagsmunum þess tiltölulega fá- menna hóps, sem eignaréttinn hefur á atvinnu- og þjónustufyrirtækj- um. Einnig má ætla, að stór hluti af starfi lögmanna fari í að þjóna þeim 10%, sem Krarup ræðir um. Því miður liggur engin könnun fyrir eða rannsókn á því, hvernig störf íslenskra lögmanna skiptast miðað við stéttir og starfsgreinar. Mikil nauðsyn væri á þjóðfélagslegri könnun á starfsskiptingu lög- fræðinga miðað við stéttir og hagsmunahópa í þjóðfélaginu. Því miður óttast ég, að niðurstöðunni muni svipa til þeirra talna, sem vitnað var í hér að framan frá Danmörku. Lögfræðiaðstoð og gjafsókn Eins og áður er rakið, leiða stórfelldar framfarir og þjóðlífsbreyt- ingar á síðustu árum og áratugum til þess, að þörfin fyrir aðgengi- lega og ódýra eða ókeypis lögfræðiaðstoð hefur aukist. Ekki síður hefur þörfin aukist á upplýsingaþjónustu um hinn lögfræðilega þátt í daglegu lífi manna og þá nauðsyn, sem er á góðum tengslum almenn- ings við lögfræðinga. Engu máli skiptir, þó að sýna mætti fram á, að mikill hluti almenn- ings hefði nægileg fjárráð til að leita lögfræðiaðstoðar, a. m. k. í minni háttar málum, og einnig má ætíð spyrja, hvort viðkomandi einstak- lingur verji fé sínu á réttan hátt. Slíkar vangaveltur tel ég hafa lítinn tilgang, því að það, sem meginmáli skiptir, er hin félagslega skylda, sem hvílir á því opinbera að sjá til þess, að allir þegnar þjóðfélagsins geti leitað réttar síns, ef á þeim er brotið, eða ef vandratað er í þeim lagafrumskógi, sem Alþingi hefur búið þegnunum. Það er ein af grundvallarreglum íslensks réttar, að allir séu jafnir gagnvart lögunum. En gildi þeirrar fögru og háleitu reglu hlýtur að rýrna nokkuð, ef allir hafa ekki jafna möguleika til að leita lögfræði- aðstoðar og að leita réttar síns, hvort sem það stafar af hreinum fjár- hagslegum ástæðum eða að baki liggja aðrar félagslegar ástæður. Það verður að gera þá kröfu til þjóðfélagsins, að það tryggi þegnunum jafnan rétt á þessu sviði. Áður var grein fyrir því gerð að gera verði greinarmun á tvenns konar eðli lögfræðiaðstoðar. 1. Aðstoð vegna málareksturs. 2. Almennar lögfræðilegar upplýsingar og aðstoð við gerð löggjörn- inga o. fh, þ. e. lögfræðiaðstoð án þess að til málsóknar þurfi að koma. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.