Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 4
UMBÆTUR í RÉTTARFARI Lögfræðingafélagið efndi fyrir skömmu til fundar um dómstólakerfið og sérdómstóla, og er sagt nokkuð frá honum á öðrum stað. Fundarmenn reyndust heldur andsnúnir nýjum sérdómstólum, en fram kom, að margar hugmyndir eru nú uppi um slíkar stofnanir. Ýmsar ástæður eru fyrir því, að tillögur um nýja sérdómstóla koma fram. Menn telja, að þeir gætu gert málsmeðferð ódýrari en nú er og auðveldað fólki málssóknir. Sumir telja þörf á, að fleiri sjónarmið komist að við dómstólana en þau, sem lögfræðingar eru taldir hafa, og er þá sennilega bæði átt við þekkingaratriði og almenn viðhorf. Þá hefur verið talið, að sér- dómstólar, sem ekki eru bundnir við lögsagnarumdæmi, geti flýtt málum, sem ella væru rekin í tveimur umdæmum eða fleirum. Langmikilvægasta orsök hinna mörgu tillagna um sérdómstóla er þó enn ótalin: Óánægja vegna þess, að fólk telur dómstólana vera of svifaseina. Þessi rök eru ekki marklaus, en þó er annað þyngra á metunum. Sérdóm- stólar geta rofið réttareininguna, byggt á ástæðum, sem ella eru ekki ríkj- andi, og þannig staðið því í vegi, að jafnréttisregla sé virt við dómstóla landsins. Þá geta veruleg vandkvæði í stjórnsýslu og réttarfari orðið af skiptingu mála milli dómstóla. Loks er það mikilvægt, að alls engin trygging er fyrir því, að mál gangi hraðar hjá sérdómstólum en hinum almennu dóm- stólum. Skjalamöppur geta safnast í bunka við hvers kyns dómstóla. Sérdómstólar eru því ekki líklegir til að bæta ástandið. Því verður aftur á móti ekki móti mælt, að æskilegt er, að dómsmál taki styttri tíma en nú er. Þetta hafa menn lengi vitað, og reynt hefur verið úr því að bæta. Nú situr t. d. á rökstólum réttarfarsnefnd, sem vonandi gerir skynsamlegar tillögur. Tilefni verður til að ræða þær síðar. Því miður eru litlar líkur til, að unnt sé að gjörbreyta ástandinu með lagaboðum, þó að sitthvað mætti reyna. Til þess má ætlast af bæði dómurum og lögmönnum, að þeir leiti leiða til að breyta starfsháttum sínum. Það sýnist mega ná samstöðu um reglur, sem miða að meiri hnitmiðun í starfi og markvissari tímasetningu áfanga í máls- meðferðinni. Lögmenn gætu unnið að málum í meira samhengi, kannað fyrr til hlítar málsatvik, tekið strax að því loknu ákvarðanir um málsástæður og flýtt gagnaöflun. Dómarar gætu greitt fyrir gagnaöflun, þegar óskað er eftir þinghöldum í því skyni, og stytt dóma innan þeirra marka, sem gildandi lög leyfa. Hæstiréttur, héraðsdómstólar og lögmenn gætu gert verkaskiptingu dómara og lögmanna skýrari en nú er orðið. Áhrifamesta úrræðið væri vafa- laust, að dómarar í einkamálum ynnu minna að gagnasöfnun ex officio. Hvað sem mönnum sýnist um þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, hljóta lögfræðingar að vera sammála um gildi þess, að dómstólar skili hlutverki sínu þannig, að sanngjarnir menn uni sæmilega við. Dómurum og lögmönnum er málið skyldast, og þeir ættu að eiga frumkvæði. Þór Vilhjálmsson 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.