Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 43
mála fyrir gerSarmanninum. Sérstakar reglur gilda um gagnaöflun í málum þessum, og getur ritarinn lagt tæknilegar spurningar fyrir sérfræðinga. Er búist við, að þessi heimild verði sérstaklega gagnleg í neytendamálum, þar sem því er haldið fram, að seld vara hafi verið gölluð. Úrskurðir hins lögskipaða gerðardóms eiga að hafa sömu verkanir og venjulegur dómur og vera aðfararhæfir. Málskot verður ekki leyft um stað- reyndir, en hins vegar um lagaatriði. Bæklingum með skýringum á þessari málsmeðferð á að dreifa til ráðlegg- ingaskrifstofa og annarra aðila, sem fjalla um neytendamálefni og um önnur deilumál, sem varða lágar fjárhæðir. Er vonast til, að á þennan hátt verði unnt fyrir fólk að fá smámál leyst með litlum kostnaði. Þess skal getið, að sams konar meðferð smámála hefur um árabil verið reynd í Bandaríkjunum, og hefur þar sums staðar reynst vel, en annars staðar miður. Virðist það að einhverju leyti fara eftir því, hvort dómaranum tekst að víkja frá hinni venjulegu meðferð eða ekki. f Svíþjóð er einnig reynt að hafa sérstaka meðferð, þegar um smámál er að ræða. — Um þessi efni er til greinargerð, sem gefin var út á opinberum vegum í Bretlandi: ,,A Case for Small Claims Court“, útg.: Her Majesty’s Stationary Office. Hrafn Bragason Eftir að grein þessi var samin, var lögð fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar um þjónustu hjá héraðsdómstólum við neytendur (103. mál, þing- skjal 121). Tillagan var rædd á fundi Sameinaðs Alþingis 6. desember, og visað til allsherjarnefndar 14. desember. NEFNDARÁLIT UM FÓSTUREYÐINGAR O. FL. í marz 1970 skipaði þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd til endurskoðunar laga um fóstureyðingar, afkynjanir og vananir, þ. e. ann- ars vegar lög nr. 38/1935 um leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar, og hins vegar lög nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt. — Formaður nefndarinnar var Pétur H. J. Jakobsson prófessor, en aðrir nefndarmenn voru Guðrún Erlendsdóttir hrl., Tómas Helgason prófessor og Vilborg Harðardóttir blaðamaður. Ritari nefndarinnar var Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafi. Nefndin hefur látið frá sér fara álit og greinargerð og frumvarp til nýrra laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir. Frumvarpið skiptist í fjóra kafla. Fyrsti kafli fjallar um ráðgjöf og fræðslu, annar kafli um fóstureyðingar, þriðji kafli um ófrjósemisaðgerðir, og í fjórða kafla eru almenn ákvæði og refsiákvæði. í frumvarpi þessu eru mörg nýmæli og miklar breytingar gerðar á gildandi löggjöf. Nefndin lítur svo á, að fóstureyðing sé alltaf neyðarúrræði, og álítur, að ráðgjöf og leiðbeiningar um kynlíf, barneignir og takmörkun barneigna eigi að fá aukið rúm í löggjöfinni, eins og fram kemur í 1. kafla frumvarpsins. Frumvarpið afnemur það ákvæði í lögum nr. 38/ 1935, sem bannar öðrum en 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.