Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 37
stóð ekki fyrir byggingu umrædds húss, en eins og áður segir, var húsið um 7 ára gam- alt á söludegi. Þvi er ekki haldið fram, að galla á út- veggjum og handriðum megi rekja til bóta- skylds verknaðar stefnda og telja verður ósannað, að stefndi hafi vitað eða mátt vita um galla þessa, þá er kaup fóru fram. Við niðurstöðu í málinu ber loks að Ifta á umfang gallanna, en það efni var rakið hér að framan. I því sambandi ber að hafa f huga verðgildi íbúðar þeirrar, sem hefur orð- ið tilefni deilumáls þessa. Með hliðsjón af þessu teljast gallar ekki verulegir. Framanritað þykir leiða til þsss, að stefnu- krafan hafi ekki við rök að styðjast. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í mál- inu. Jafnframt er rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað, sem er hæfilega ákveð- inn kr. 15.000,00.“ Dómur sjó- og verslunardóms Reykjavík- ur 20. mars 1973. Dómendur: Stefán M. Stefánsson borgar- dómari, Páli Ragnar Pálmason verkfræðingur og Ragnar Ingimarsson verkfræðingur. Lögmaður stefnanda: Brynjólfur Kjartans- son hdl. Lögmaður stefnda: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. UMFERÐARLÖG, 67. GR. 3. MGR. Fjögurra vetra lambær, eign stefnanda, varð fyrir jeppa 13. júní 1971, er hún hljóp út um hlið á lóðinni Laufskógum 18 i Hvera- gerði og út á götuna. Varð að farga henni eftir þetta, en tvö lömb hennar týndust. Skv. skýrslu lögregluvarðstjóra 15. júni var bjart- viðri, þegar óhappið varð, og þurrt færi. Gatan var sögð malarborin og föst. Sagt var, að jeppanum hefði verið ekið vestur Laufskóga, en lóðin nr. 18 sé þá á vinstri hönd og hús innarlega á lóðinni. Varð- stjórinn sagði, að hliðið sé svo breitt, að bifreiðar fari um það. Austan þess og rétt við lóðarmörk sé gróðurhús. Skv. mælingum hans eru 23 m frá hliðinu að þaim stað, sem hann taldi kindina hafa legið á eftir óhappið. Stefnandi málsins skýrði svo frá, að hann hefði fengið leyfi frá störfum til að fara á vettvang um hádegisbilið 13. júnl. Hann hefði séð kindina liggja á hægri brún götunnar, utan akbrautar á móts við eða rétt neðan við hlið inn á lóðina nr. 17. Hann sagði, að sér hefði sýnst, að jeppinn myndi hafa far- ið yfir ána, en ekki hefði hann séð nein hjólför, enda gatan hörð og þurr. Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. var stefnt i máli þessu. Einnig var stefnt eiganda jeppans, en hann sat undir stýri í umrætt sinn. Hann kvaðst hafa verið á leið vestur Laufskógana og hafa ekið með 30—40 km. hraða miðað við klst. Skyndilega hefði kind komið stökkvandi út um hlið á nr. 18 og hundur á hælum henni. Hefði kindin stokk- ið beint fyrir bifreið hans og hann ekki átt þess neinn kost að forðast hana, þótt hann hemlaði. Hefði kindin skollið á vinstra framhorni jeppans, og sennilega hefðu bæði hjólin þeim megin farið yfir hana. Stefndi taldi, að kindin hefði komist inn I garðinn við nr. 18 og unglingar verið að reka hana út aftur og sigað á hana hundi. Kvað hann litlu hafa munað. að hundurinn yrði einnig undir jeppanum. Stefnandi krafðist skaðabóta fyrir missi lambærinnar og tveggja lamba, svo og vegna kostnaðar við vettvangsrannsókn. Við munn- legan málflutning var alfarið byggt á 67. gr. 1. mgr. umferðarlaga nr. 40/1968, enda var það sagt óumdeilt, að það ákvæði ætti við. Kæmi þvi sú málsástæða stefndu ein til álita, að bætur bæri að fella niður skv. 3. mgr. greinarinnar. Þvi var siðan mótmælt, að sú regla ætti við, þar sem ekkert væri fram komið um sök hjá stefnanda. Væri frá- leitt að meta það eiganda búfjár til sakar, að fé hans gengi laust, og högguðu ákvæði lögreglusamþykktar ekki bótarétti stefnanda. Stefndi studdi sýknukröfu sína m. a. þeim rökum, að skv. 73. gr. lögreglusamþykktar fyrir Árnessýslu nr. 134/1939 sé bannað að láta búfénað ganga lausan, nema maður fylgi til að annast fullkomna vörslu hans. Ærin hefði hins vegar verið fylgdarlaus, vörslulaus og hundelt á bannsvæði, þegar hún varð fyrir jeppa stefnda. Væri stefnandi þvi meðábyrgur og bæri að sýkna af þeim sökum, sbr. 67. gr. 3. mgr. umferðarlaga. — Þá var það ennfremur fært fram til stuðn- ings sýknukröfunni, að bifreiðarstjórinn hefði ekki átt þess neinn kost að forða árekstri, þar sem kindin hefði stokkið skyndi- lega fyrir jeppann út um hlið, en lóðin Lauf- skógar 18 vaxin trjágróðri, er byrgði útsýn inn á hana. Þá hafi bifreiðarstjórinn ekki mátt búast við búfé á leið sinnl, hann hafi ekið undir löglegum hámarkshraða, og reynt að forða árekstri. í niðurstöðu dómsins segir: „Ekki er fram komið, að stefnandi hafi sætt viðurlögum fyrir brot á 73. gr. lögreglu- samþykktar fyrir Árnessýslu, nr. 134. frá 10. júli 1939. Brot á þvl ákvæði leiddi ekki sjálfstætt til ábyrgðar samkvæmt 3. mgr. 67. gr. laga nr. 40/1968 í máli þvi, sem hér ligg- ur fyrir. Stefndu byggja á þvi, að umrædd tví- lemba hafi verið gæslulaus, er slysið varð. Að öðru leyti er ekkert fram komið um gæslu hennar. Að svo vöxnu er ósönnuð nokkur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.