Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 48
þátt [, að húsnæðismál lögreglumanna mega teljast hafa verið í mjög góðu
lagi miðað við ýmsar aðrar starfsstéttir.
Jónas Jónasson
Eftir að grein þessi var samin, hefur verið gerður samningur milli Lands-
sambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, og var hann
undirritaður 29. desember s.l. Segir þar, að samningurinn sé gerður með
heimild I 6. gr. laga nr. 46/1973. Felst I því, að um er að ræða sérsamning
fyrir lögreglumenn á grundvelli aðalkjarasamningsins milli BSRB og fjármála-
ráðherra, sem undirritaður var 15. desember.
TOLLVARÐAFÉLAG ÍSLANDS
Sérstök tollgæsla á íslandi á sér ekki langa sögu, aðeins 56 ár. I lögum
nr. 26/1917 um skiptingu bæjarfógetaembættisins I Reykjavík og um stofn-
un sérstakrar tollgæslu I Reykjavíkurkaupstað segir: „Stofna skal, jafnskjótt
og því verður við komið, sérstaka tollgæslu fyrir Reykjavíkurkaupstað og
forstjórn hennar falin lögreglustjóra kaupstaðarins.“ Lögreglustjóri var skip-
aður skv, þessum lögum Jón Hermannsson, sem 1. janúar 1929 varð fyrsti
tollstjórinn. Að vísu hafði fyrir 1917 verið innheimt gjald af kaffi og sykri,
áfengi og tóbaki, en tekjur af innflutningi þessara vörutegunda voru litlar,
eftirlit með honum næstum ekkert og smygl ákaflega auðvelt. Það var ekki
fyrr en á árunum 1918—1920, að sérstakur maður var fenginn til eftirlits
með skipsskjölum og ýmsum varningi við Reykjavíkurhöfn. Var það Grím-
úlfur Ólafsson, og voru 1—4 lögreglumenn honum til aðstoðar. I Ijós kom,
að þetta var ekki nægilegt, enda gátu lögreglumenn ekki alltaf verið til
staðar sökum anna við önnur störf. Árið 1921 voru því 2 tollverðir ráðnir til
gæslunnar, en utan Reykjavíkur var engin gæsla fremur en áður. Á þessum
árum var miklu smyglað inn I landið jafnvel heilum skipsförmum af áfengi
og öðrum vörum. Stundum náðist I þennan varning, og var hann þá gerður
upptækur. Augu ráðamanna opnuðust smám saman fyrir því að við svo búið
mátti ekki standa og að þörf var á öflugri gæslu. Voru tollgæslumenn orðnir
6 árið 1926 og varð góður árangur af starfi þeirra, sem færði ríkissjóði
drjúgar tekjur. Tímamót urðu I sögu tollgæslunnar 1928, er mönnum var
fjölgað I Reykjavík, ráðnir voru menn til starfa á 5 stærstu stöðunum utan
höfuðborgarinnar og ákveðið með lögum, að I Reykjavík skyldi vera sér-
stakur tollstjóri. Voru um þetta leyti starfandi 16 tollverðir. Fjölgun toll-
starfsmanna hefur síðan orðið smátt og smátt eftir þörfum. Eru nú 90—100
manns við ýmis tollgæslustörf, en þau skiptast I 3 megingreinar: skipa- og
flugvélaskoðun, vöruskoðun og póstskoðun.
Tollvarðafélag Islands var stofnað af 13 mönnum I desember 1935. Til-
gangur félagsins er að sameina tollverði I hagsmunabaráttu þeirra varðandi
launakjör og starfsaðstöðu. Enn fremur vill félagið stuðla að bættri fræðslu
tollvarða. Það kom fljótt I Ijós, að mikil þörf var fyrir samtök sem þessi.
Laun tollvarða voru skammarlega lág, og úrbætur fengust ekki, fyrr en fé-
lagið fór að hafa afskipti af kjaramálum. Má geta þess, að árið 1932 voru
46