Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 21
sé á „Jussbussen“, en þar er um að ræða vagn, sem ferðast milli hverfa Oslóborgar. 1 þessum merkilega farkosti getur almenningur fengið upplýsingar um lögfræðileg vafaatriði. Vagn þessi er ekki rekinn á vegum „Kontoret for fri rettshjelp“, heldur munu stúdentar eiga þar hlut að máli. Helstu málaflokkarnir, sem þar er spurt um, eru skatta- mál, tryggingarmál og húsnæðismál. I Svíþjóð hefur þróunin verið áþekk því, sem verið hefur í Noregi og Danmörku. Árið 1913 var opnaður „ráttshjálpskontor“ í Stokk- hólmi, en áður höfðu þó hinir efnaminnstu átt rétt á vissri lögfræði- aðstoð (Fattigsakförarna). Hinn 1. júlí 1973 gengu í gildi ný lög í Svíþjóð um lögfræðiaðstoð án endurgjalds, þ. e. Ráttshjálpslag 1972:429, en þau leystu af hólmi lög 1919:367. Samkvæmt hinum nýju lögum er gert ráð fyrir, að 30 ríkisreknar lögfræðiskrifstofur verði starfandi víðsvegar um landið, og er hlut- verk þeirra að sinna þeirri lögfræðiaðstoð, sem lögin gera ráð fyrir. Lögfræðiskrifstofur í einkaeign geta einnig veitt lögfræðiaðstoð í samræmi við hin nýju lög, en þeim er það í sjálfsvald sett. Lögfræðiaðstoðin er greind í þrjá þætti: 1. Lögfræðilegar upplýsingar. 2. Almenn lögfræðiaðstoð. 3. Lögfræðiaðstoð í sakamálum. Með lögfræðilegum upplýsingum er átt við, að allir einstaklingar og fyrirtæki (juridiska personer) eiga rétt á almennum lögfræðileg- um leiðbeiningum innan vissra marka á lögfræðiskrifstofu gegn 50 króna greiðslu. Þar er um að ræða viðtal við lögmann í 20—25 mín- útur, þar sem veittar eru lögfræðilegar ráðleggingar, álit um lög- fræðilega stöðu viðkomandi og minni háttar lögfræðileg aðstoð, svo sem við útgáfu skuldabréfa, gerð erfðaskráa og kaupmála o. s. frv. 1 vissum tilfellum er framangreind aðstoð veitt án endurgjalds, svo sem til lífeyrisþega og annarra, sem búa við þröngan efnahag. Verði málið hins vegar ekki leyst á framangreindan hátt, kemur til almenn lögfræðileg aðstoð. Slíkt nær einungis til einstaklinga (fys- iska personer), og fer það eftir tekjum viðkomandi, hvort og hversu mikið þarf að greiða fyrir slíka aðstoð. Ekki er þá einungis miðað við tekjur, heldur er einnig tekið tillit til fjölskyldustærðar, eigna, skulda og ýmissa annarra aðstæðna, allt eftir ákveðnum reglum. Al- menna lögfræðiaðstoðin nær til hvers konar lögfræðilegra vandamála nema sakamála, en um meðferð þeirra er sérstakur kafli í lögunum. Eins og fyrr segir, er hér um að ræða ný lög um lögfræðiaðstoð, 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.