Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 51
Bjarnason (gjaldkeri). Meðstjórnendur: Jón M. Gunnarsson, Guðmundur T. Guðmundsson og Helgi Daníelsson. Gís|j QuSmundsson STÉTTARFÉLAG ÍSLENSKRA FÉLAGSRÁÐGJAFA Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa var stofnað í febrúar 1964. Stofnend- ur voru fjórir, en síðan hefur félögum fjölgað smátt og smátt, og eru nú 17 skráðir í féiaginu. Formaður félagsins er nú Svava Stefánsdóttir. I iögum félagsins er að sjálfsögðu fjallað um markmið þess, og segir svo í 2. grein: „Markmið félagsins og verksvið er að efla starfsemi félagsráðgjafa hér- lendis, einkum með því (a) að stuðla að aukinni hagnýtingu þjóðfélagslegrar og mannfélagslegrar þekkingar og bættri aðstöðu til rannsókna í þágu vel- ferðarmála þjóðfélagsins, t. d. uppeldismála, geðverndarmála, atvinnulífs og skólamála. (b) að gangast fyrir fræðslu um þessi efni. (c) að fylgjast með námi félagsráðgjafarnema og leiðbeina þeim, sem það nám hyggjast stunda. (d) að beita sér fyrir því, að félagsráðgjafar fái sem besta aðstöðu til að vinna að sérgrein sinni, svo að menntun þeirra komi að sem bestum notum. (e) að stuðla að sambandi og samvinnu við félagsráðgjafa og félög þeirra erlendis. (f) að gæta hagsmuna félagsmanna í launamálum." I 3. grein laganna eru ákvæði um, hverjir geta gengið í félagið, og segir þar, að félagar geti þeir orðið, sem hafa lokið námi frá viðurkenndum fé- lagsráðgjafarskólum og þar öðlast réttindi til að nota titilinn félagsráðgjafi. Hér á landi er nám í félagsráðgjöf ekki til enn sem komið er. Þess vegna hafa íslenskir félagsráðgjafar sótt menntun sína til annarra landa. Flestir eru útskrifaðir úr félagsráðgjafarskólum á Norðurlöndum. Geta má þess, að nú munu um 25—30 islendingar vera við nám í félags- ráðgjöf á Norðurlöndum. Sérstakur samningur hefur verið gerður milli islands og Norðurlandanna þess efnis, að ákveðinn fjöldi íslenskra námsmanna fái inngöngu í félagsráðgjafarskóla ár hvert. Námið er byggt upp á líkan hátt hvarvetna á Norðurlöndum. Námstíminn er um 31/2 ár. Er námið stundað allt árið að undanteknu þriggja vikna sum- arleyfi. Auk hins fræðilega hluta námsins er mikil áhersla lögð á verklega þjálfun, þar sem m. a. er kennd samtalstækni, skýrslugerð og meðferð á málum skjólstæðinga. Verklega námið fer fram á ýmsum stofnunum undir leiðsögn sérþjálfaðra félagsráðgjafa. Möguleikar á framhaldsmenntun eru nú fyrir hendi á Norðurlöndum, í formi 1—2ja ára náms við félagsráðgjafar- skólana. Félagsráðgjafar hér á landi gegna hliðstæðum störfum og starfsfélagar þeirra erlendis. Því miður er enginn félagsráðgjafi starfandi utan Reykja- víkur, en á höfuðborgarsvæðinu eru fimm starfandi í ýmsum stofnunum inn- an heilbrigðisþjónustunnar (Landspítalanum, Kleppsspítala og Heilsuvernd- arstöð Reykjav(kur). Aðrir fimm starfa við Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Þá vinnur einn félagsráðgjafi hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Einn félagsráðgjafi vinnur nú að könnun á málefnum vangefinna fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og er jafnframt ráðgefandi hjá Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.