Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 51
Bjarnason (gjaldkeri). Meðstjórnendur: Jón M. Gunnarsson, Guðmundur T.
Guðmundsson og Helgi Daníelsson. Gís|j QuSmundsson
STÉTTARFÉLAG ÍSLENSKRA FÉLAGSRÁÐGJAFA
Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa var stofnað í febrúar 1964. Stofnend-
ur voru fjórir, en síðan hefur félögum fjölgað smátt og smátt, og eru nú 17
skráðir í féiaginu.
Formaður félagsins er nú Svava Stefánsdóttir. I iögum félagsins er að
sjálfsögðu fjallað um markmið þess, og segir svo í 2. grein:
„Markmið félagsins og verksvið er að efla starfsemi félagsráðgjafa hér-
lendis, einkum með því (a) að stuðla að aukinni hagnýtingu þjóðfélagslegrar
og mannfélagslegrar þekkingar og bættri aðstöðu til rannsókna í þágu vel-
ferðarmála þjóðfélagsins, t. d. uppeldismála, geðverndarmála, atvinnulífs og
skólamála. (b) að gangast fyrir fræðslu um þessi efni. (c) að fylgjast með
námi félagsráðgjafarnema og leiðbeina þeim, sem það nám hyggjast stunda.
(d) að beita sér fyrir því, að félagsráðgjafar fái sem besta aðstöðu til að
vinna að sérgrein sinni, svo að menntun þeirra komi að sem bestum notum.
(e) að stuðla að sambandi og samvinnu við félagsráðgjafa og félög þeirra
erlendis. (f) að gæta hagsmuna félagsmanna í launamálum."
I 3. grein laganna eru ákvæði um, hverjir geta gengið í félagið, og segir
þar, að félagar geti þeir orðið, sem hafa lokið námi frá viðurkenndum fé-
lagsráðgjafarskólum og þar öðlast réttindi til að nota titilinn félagsráðgjafi.
Hér á landi er nám í félagsráðgjöf ekki til enn sem komið er. Þess vegna
hafa íslenskir félagsráðgjafar sótt menntun sína til annarra landa. Flestir
eru útskrifaðir úr félagsráðgjafarskólum á Norðurlöndum.
Geta má þess, að nú munu um 25—30 islendingar vera við nám í félags-
ráðgjöf á Norðurlöndum. Sérstakur samningur hefur verið gerður milli islands
og Norðurlandanna þess efnis, að ákveðinn fjöldi íslenskra námsmanna fái
inngöngu í félagsráðgjafarskóla ár hvert.
Námið er byggt upp á líkan hátt hvarvetna á Norðurlöndum. Námstíminn
er um 31/2 ár. Er námið stundað allt árið að undanteknu þriggja vikna sum-
arleyfi. Auk hins fræðilega hluta námsins er mikil áhersla lögð á verklega
þjálfun, þar sem m. a. er kennd samtalstækni, skýrslugerð og meðferð á
málum skjólstæðinga. Verklega námið fer fram á ýmsum stofnunum undir
leiðsögn sérþjálfaðra félagsráðgjafa. Möguleikar á framhaldsmenntun eru
nú fyrir hendi á Norðurlöndum, í formi 1—2ja ára náms við félagsráðgjafar-
skólana.
Félagsráðgjafar hér á landi gegna hliðstæðum störfum og starfsfélagar
þeirra erlendis. Því miður er enginn félagsráðgjafi starfandi utan Reykja-
víkur, en á höfuðborgarsvæðinu eru fimm starfandi í ýmsum stofnunum inn-
an heilbrigðisþjónustunnar (Landspítalanum, Kleppsspítala og Heilsuvernd-
arstöð Reykjav(kur). Aðrir fimm starfa við Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar. Þá vinnur einn félagsráðgjafi hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Einn
félagsráðgjafi vinnur nú að könnun á málefnum vangefinna fyrir heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið og er jafnframt ráðgefandi hjá Styrktarfélagi
vangefinna í Reykjavík.
49