Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 10
sem „þrjótar" hafi aðgang að kunnáttumönnum í réttargreinum allt frá upphafi verka, sem naumast verður séð að þjóni öðrum tilgangi en spilla réttarframkvæmd. Auk þess að vera mannlegir, er lögmönn- um nokkur vandi á höndum a.m.k. í sumum tilvikum, þar eð ekki er ætíð auðvelt að greina milli réttar og óréttar, en þar fyrir utan hafa þeir vissar skyldur við skjólstæðinga, saklausa sem seka. Gott réttarfar byggist öðru fremur á góðu skipulagi og virkri og öruggri framkvæmd. Sérstakar kröfur verður að gera til æðstu stofn- ana réttarkerfisins, því að fremur en annars staðar á hér við, að eftir höfðinu dansa limirnir. Ekki er mér kunnugt um, hversu víðtækar athuganir hafa verið gerðar á fjölda og stærð viðfangsefna réttarkerfisins, vinnsluhraða og gæðum niðurstaða þess. Get ég því ekki greint frá mælitölum um afköst þess eða breytingu þeirra, enda sjálfsagt nokkuð breytilegt, í hve miklum mæli leitað er á vettvang þess til lausnar málum. Tvö atvik á sl. ári urðu þess þó valdandi, að ég sannfærðist um, að aðgerð- ir til að bæta réttarkerfið væru fyllilega tímabærar. Henti annað á sameiginlegu námskeiði lögfræðinga og verkfræðinga um verksamn- inga. Þar var fjallað um margvíslegustu fyrirbæri, sem upp geta kom- ið í sambandi við framkvæmd stærri verka og greiðslur fyrir þau. Eins og við mátti búast af verkfræðingum, sem létu meira að sér kveða en lögfræðingar, var sem fátt efnisákvæða hefði farið fram hjá þeim, sem að gagni gæti komið í samningi. Var viðfangsefni funda fremur að gera samanburð og velja á milli úrræða en tína þau til. Kom og á daginn, að verkfræðingar töldu það vissulega geta verið ómaksins vert að hafa ítarlega samninga og gögn, sérstaklega þegar kæmi að endanlegum uppgjörum verka. Að mínu mati var tímabært orðið að fjalla um réttarákvæði í verksamningum, sérstaklega ákvæði um virka fullnustu þeirra. Til þess kom þó ekki, enda var málið af- greitt snaggaralega með stuttri frásögn verkfræðings. Hún var á þá leið, að verkfræðingur, sem jafnframt var verktaki, taldi samninga á sér brotna í svo verulegum atriðum, að hann valdi dómstólaleiðina til að fá leiðréttingu mála sinna. Skildist mér, að það hefði tekist í meg- in atriðum. Gallinn var bara sá, að það tók sjö ár að fá þessa niður- stöðu, og það var ekkja verktakans, sem var móttakandi lokagreiðslu. Þessi saga vakti mikinn hlátur verkfræðinga í hópnum, og virtust þeir ekki telja þurfa frekari vitna við um dómstólaleiðina. Mér kom þá í hug mál, sem ég hafði átt hluta að sættum á fyrir héraðsdómi skömmu áður við heldur lítinn orðstír. Það hafði verið þar fyrir dómn- um nokkuð á fimmta ár, án þess að hafa nokkru sinni verið tekið fyr- 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.