Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 25
hvert ár, með æðsta vald í málefnum bandalagsins. Fulltrúar á þingi voru 126,
þar af frá Lögfræðingafélaginu 12 fulltrúar.
Á þinginu var fjallað um mál bandalagsins: Annað meginviðfangsefni þings-
ins var umræða um efnið: Er hætta á offjölgun háskólamanna? Flutti Jónas
Haralz bankasjóri inngangserindi með því nafni við þingsetningu, og það var
síðan tekið til umræðu í starfshópi, af tveimur sem störfuðu á þinginu.
Meðal verkefna BHM á næstunni er undirbúningur þings samtaka háskóla-
manna á Norðurlöndum, sem haldið verður í Reykjavík haustið 1976.
Formaður BHM er nú Jónas Bjarnason, sem áður var formaður launamála-
ráðs. Framkvæmdastjóri þess er Guðríður Þorsteinsdóttir. Fulltrúar Lögfræð-
ingafélagsins í fulltrúaráði BHM á síðasta starfsári voru þeir Magnús Thor-
oddsen, Ragnar Aðalsteinsson og Þór Vilhjálmsson.
Ragnar Aðalsteinsson