Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 33
og nefndum, s.s. skipulagsstjórn ríkisins, Brunamáiastofnun ríkisins, stjórn Bjargráðasjóðs, stjórn Skilorðseftirlits ríkisins, Umferðarráði, samstarfsnefnd um skólakostnað o. fl. Svo sem nefnt var í upphafi þessa greinarkorns, er eitt af hlutverkum sam- bandsins að annast fræðslu um sveitarstjórnarmál. Þessu hlutverki leitast sam- bandið við að gegna með útgáfustarfsemi, með því að halda fundi, ráðstefnur og námskeið og með ráðgjöf og miðlun upplýsinga frá skrifstofu sambandsins cg starfsliði. Sambandið gefur út tímaritið Sveitarstjórnarmál, sem kemur út 6 sinnum á ári. Auk þess gefur sambandið út ýmsa ritlinga undir samheitinu Handoók sveitarstjórnarmanna, m. a. Sveitarstjórnarmannatal að loknum hverj- um sveitarstjórnarkosningum. Á liðnu ári hélt sambandið ráðstefnur, m. a. um málefni yngstu borgaranna og um fjármál sveitarfélaga. Hafnasamband sveitarfélaga, sem stofnað var árið 1970 fyrir forgöngu sam- bandsins og starfar í nánum tengslum við það, hafði veg og vanda af Norrænu hafnasambandaþingi, sem háð var í Reykjavík í lok ágústmánaðar. I marsmánuði voru tilkynnt úrslit í hugmyndasamkeppni, sem sambandið gekkst fyrir um nýyrði, er hugsanlega gætu leyst af hólmi samheitið sveitar- félag, sem mörgum hefur fundist langt og óþált, sérstaklega í samsetningum. i samkeppninni bárust tillögur um 225 orð. Eina orðið, sem dómnefnd sam- keppninnar taldi, að til álita kæmi að nota í þessu sambandi, var orðið ,,byggð“, en 10 þátttakendur höfðu sent tillögur um það. Rétt er að taka það fram, að hér var eingöngu um hugmyndasamkeppni að ræða, enda er það löggjafans að taka ákvörðun um það, hvort þetta orð verður lögfest i stað orðsins sveitar- félag. Á árinu varð um það samkomulag milli stjórnar sambandsins, stjórnar Lána- sjóðs sveitarfélaga og Bjargráðasjóðs, svo og stjórnar Brunabótafélags Islands, að þessar stofnanir sæktu sameiginlega um lóð í nýja miðbænum við Kringlu- mýrarbraut fyrir skrifstofuhús. Á landsþinginu í september tilkynnti forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur, að borgaryfirvöld hefðu ákveðið að gefa þessum aðilum fyrirheit um slika lóð. Á liðnu ári fjölluðu fjölmiðlar óvenju mikið um sveitarstjórnarmál, trúlega fyrst og fremst í tilefni sveitarstjórnarkosninganna, og síðar á árinu í sambandi við fjárhagserfiðleika sveitarfélaganna, sem voru óvenjulega miklir vegna verð- bólgunnar í landinu. Útgjöld sveitarfélaganna vaxa yfirleitt í hlutfalli við verð- bólguna, én tekjur þeirra eru yfirleitt bundnar, s.s. útsvör og fasteignaskattar. Á landsþingi sambandsins s.l. haust var m.a. samþykkt ályktun um, að kann- aðir yrðu möguleikar á því að innheimta útsvör í staðgreiðslukerfi, þar eð þ;u væru sérlega vel til slíkrar innheimtu fallin sem brúttóskattur og jafn hundraðs- hluti af tekjum. Eitt aðalmál landsþingsins var að fjalla um tillögur stjórnar og fulltrúaráðs sambandsins um verkaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveit- arfélaga. Ekki er hér rúm til að rekja þessar tillögur lið fyrir lið, en lagt er til, að fram fari heildarendurskoðun á verkaskiptingu hinna opinberu aðila og hún verði gerð gleggri og einfaldari en nú er. Stefnt verði að því að fækka sameig- inlegum verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Einstök verkefni verði falin þeim aðila, sem eðlilegast er talið, að hafi þau með höndum, og þess verði gætt, að saman fari hjá sama aðila frumkvæði, framkvæmd og fjármálaábyrgð. Ríkið hafi með höndum verkefni, sem varða alla landsmenn nokkurn veginn jafnt, 207

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.