Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 44
Um tryggingar þessar, hvort sem þær eru á vegum sambandsins e5a það sér um útvegun þeirra, má segja, að takist að halda iðgjöldum hag- stæðum. Með samningum við viðskiptabankana miðlar sambandið stofnlán- um til lögmanna. Félagsgjöld. Full félagsgjöld eru 40 s.kr. á mánuði. Við þau bætast iðgjöld til AEA, sem eru 6,25 s.kr. á mánuði. Viðbótarmenntun og útgáfustarfsemi Um áramóttin 1968—69 setti JUS á laggirnar eigin stofnun til að annast viðbótarmenntun lögfræðinga og þjóðfélagsfræðinga. Kallast stofnunin VJS, og er starfsemi hennar einn þáttur í þeirri viðleitni sambandsins að verða við óskum um að auka þjónustu sina með aðgerðum á sviðum, sem ekki falla undir hina eiginlegu hagsmunagæslu. Segja má, að það séu þrenns konar þarfir fyrir viðbótarmenntun, sem VJS stefnir að því að fullnægja: — Þarfir fyrir þekkingu, sem halda á við og auka frá menntun sem fengist hefur við undirbúning undir lagapróf. — Þarfir fyrir samhæfingu þekkingaratriða, sem getur verið grundvöllur skiln- ings á vandamálum innan afmarkaðra sviða. — Þörf fyrir upplýsingar og skoðanaskipti varðandi reynslu í því skyni að fræðast um nýmæli á ýmsum sviðum, er hafa þýðingu fyrir störf fé- lagsmanna. Um 1.000 manns njóta árlega góðs af fræðslustarfi VJS. JFS (Jurist- och Samhállsvetareförbundets Förlag AB) hefur með höndum fyrir sambandið útgáfustarfsemi og sölu á ritum sínum. Það annast einnig umboðssölu fyrir önnur forlög. 28. nóvember 1974 Göran Boldt. LÖGFRÆÐINGASAMBAND NOREGS Fyrr á árum voru nokkrar tilraunir gerðar til að sameina norska lögfræðinga í einum samtökum, en þær reyndust árangurslausar. Það tókst ekki fyrr en 1966, um 20 árum eftir stofnun lögfræðingasambandanna í Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð. Þegar norska sambandið var stofnað, voru í því um 1.200 félagsmenn. Á ár- inu 1968 urðu þeir 1.500, 1970 1.700 og þeir eru nú um 2.000. i Lögfræðingasambandi Noregs (Norges Juristforbund) eru þessir hópar: Lögfræðingafélag stjórnarráðsins 827 Einstaklingar í sambandinu 35 Dómarafulltrúahópurinn 119 Lögfræðingafélag fylkjaskrifstofanna 65 Lögfræðingafélag fylkjaskattstofanna 91 218

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.