Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 46
Hinn 1. janúar 1975 taka til starfa ný heildarsamtök háskólamanna í Noregi, Akademikernes Fellesorganisasjon. Þessi samtök koma í stað tveggja, er áður voru. Lögfræðingasambandið hefur sömu stöðu innan hinna nýju samtaka og t. d. lækna- og verkfræðingafélögin, félag æðri liðsforingja og kennarasam- bandið. Lögfræðingasambandi Noregs er stjórnað af fulltrúaráði, sem aðildarfélögin nefna menn í eftir félagsmannafjölda. Fulltrúaráðið velur stjórn, sem í eru 6 menn og 3 varamenn. Formaður í stjórninni er nú Trygve Lange-Nielsen lög- dómari. Skrifstofa sambandsins er á Grev Wedels plass 5 í Osló, og starfa þar 5 manns, þar af 2 lögfræðingar. Skrifstofan er fús til að veita frekari upplýs- ingar þeim, er eftir þeim kunna að óska. Knut Farner. ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL Hinn 15. september 1974 var stofnuð á fjölmennum fundi í Norræna hús- inu í Fteykjavík Islandsdeild Amnesty International, og eru stofnfélagar 110. Þar voru samþykkt lög deildarinnar og kosin fyrsta stjórn hennar, sem er þannig skipuð: Björn Þ. Guðmundsson borgardómari, formaður, Einar Karl Haraldsson fréttastjóri, staðgengill formanns í forföllum hans, Jóna Lísa Þor- steinsdóttir háskólanemi, ritari, Berglind Ásgeirsdóttir háskólanemi, gjaldkeri og Ingi K. Jóhannesson forstöðumaður hjálparstofnunar kirkjunnar, með- stjórnandi. Amnesty lnternational eru alþjóðleg samtök, sem hafa nú starfað í rúman áratug. Höfuðstöðvarnar eru í London. Aðalframkvæmdastjóri er Sean Mac- bride, sem hlaut síðustu friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín að mannrétt- indamálum. I samtökunum eru nær 1500 starfshópar f meira en 33 lands- deildum, en auk þess eru nær 40 þúsund einstaklingar í a. m. k. 63 löndum meðlimir samtakanna. Tilgangi samtakanna er best lýst með því að vitna í 3. gr. laga íslands- deildarinnar, sem er svohljóðandi: „Samtökin vilja stuðla að því, að hvarvetna sé framfylgt mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna með því að: a) vinna að því, að þeir sem fangelsaðir eru, hafðir í haldi eða hindr- aðir á annan hátt, eða að öðru leyti beittir þvingunum eða takmörkunum sökum skoðana, sem þeir eru sannfærðir um, eða sökum kynþáttarlegs uppruna, litarháttar eða tungu, verði leystir úr haldi og fjölskyldum þeirra veitt sú aðstoð, sem þörf krefur, að því tilskildu að þeir hafi ekki beitt ofbeldi eða stuðlað að því. b) berjast gegn dauðarefsingu og hvers konar pyntingum eða slæmri meðferð á hverjum þeim sem fangelsaður er, hafður í haldi eða hindraður á annan hátt í trássi við fyrirmæli mannréttindayfirlýsingarinnar." Amnesty hefur tekið fyrir mál þúsunda pólitískra fanga. Sem dæmi má nefna, að fjárhagsárið 1972—1973 vörðu samtökin rúmlega 80.000 sterlings- pundum (160 milljónum króna á þáverandi gengi) til hjálpar föngum og fjöl- 220

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.