Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 9
Við þetta er ekki miklu að bæta. I lögfræði mat hann réttarfarið — leikregl- urnar — meira en flestir aðrir lögmenn og hafði gaman af því að velgja dóm- urum og andstæðingum undir uggum með kunnáttu sinni I því. Eitt það síð- asta sem eftir hann liggur á prenti er grein í Tímariti lögfræðinga um ákvörð- un málskostnaðar. Veit ég að hann hafði hug á að rita meira um það efni og önnur sem tengjast starfi lögmanna. Jón var um skeið varaformaður Lög- mannafélags íslands og hug sinn til þess félags sýndi hann með þvl að ánafna því lögfræðibækur sínar eftir sinn dag eins og áður er sagt. Þegar ég kom í háskólann um 1960 var Jón orðinn áhrifamaður í hópi stúdenta og var önnum kafinn við félagsmál og pólitík. Urðu kynni okkar ekki mikil til að byrja með. Jón kvæntist vorið 1969 Sigrlði Ingvarsdóttur, Vil- hjálmssonar útgerðarmanns, en þau skildu eftir fárra ára hjúskap. Urðum við þá nágrannar í vesturbænum, litum við hvor hjá öðrum, þegar þannig stóð á, og gerðum okkur glaðan dag. Hann hafði frásagnargáfu í besta lagi og kunni líka betur við að hafa sjálfur orðið. Varð honum flest að söguefni, menn og málefni líðandi stundar eða ævintýri sem hann hafði sjálfur ratað í heima og erlendis. Kímnigáfa hans gerði honum auðveldara að sætta sig við ýmsa ósigra, sem hann beið í lífinu. Á síðustu árum var hann farinn að taka virkari þátt í félagsmálum en hann hafði gert um skeið; m.a. í Bandalagi háskóla- manna og sem formaður Stúdentafélags Reykjavlkur. Hafði hann ánægju af þeim störfum og á þeim vettvangi munu hæfileikar hans hafa notið sín hvað best. Er sárt að hann skuli kvaddur á brott svo skyndilega frá mörgum óunn- um verkefnum. Föstudaginn 10. júní sl. átti ég erindi við Jón og gekk heim til hans síð- degis. Var hann þá nýkominn heim frá erfiðum málflutningi í Hæstarétti. Hann var augljóslega örmagna eftir þessa áreynslu, en hann hafði gengist undir hjartaaðgerð í London í febrúar 1982. Hafði ég orð á því, að hann ætti að taka sér frí í nokkra mánuði, eða a.m.k. fá einhvern kollega sinna til að flytja fyrir sig erfiðustu málin. ,,Ég flyt mín mál sjálfur," svaraði hann. Er ég hélt heim á leið var mér Ijóst, að brugðið gat til beggja vona um endurfundi. Og mér komu í hug orð Snorra Sturlusonar á banadægri: Eigi skal höggva. Tveim dögum síðar fékk ég að vita að hann hefði andast skömmu eftir að ég kvaddi hann. Með honum var genginn ágætur vinur minn og einn sá litríkasti þeirra. Páll Skúlason 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.