Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 19
Dr. Arnór Hannibalsson dósent: SÖGULEGURBAKGRUNNUR ÍSLENZKU STJÓRNARSKRÁRINNAR Allt frá fornu fari hafa menn velt því fyrir sér hvernig samlífi manna verði sem bezt fyrirkomið. Menn gerðu sér grein fyrir því, að það var takmarkað sem hver og einn fékk áorkað upp á sínar eigin einkalegu spýtur. Til þess að geta lifað mannsæmandi lífi urðu menn að taka höndum saman. Þetta átti ekki aðeins við um atvinnulífið, þ.e. fyrir- komulag vinnu til sjávar og sveita, sem beindist að því að menn gætu haft í sig og á. Fjölskyldan var kjarni allra samlífsforma, foreldrar sem ólu önn fyrir börnum sínum og komu þeim á legg. Fjölskyldur sameinuðust í stærri heild í þorpinu og þorpin sameinuðust í enn stærri heild, borgríkið, pólis. En í þessari stærri heild þurfti að leysa úr því vandamáli, hverjir áttu að hafa rétt til að skipta sér af almannamálefn- um og hverjir áttu rétt til að framkvæma vilja ríkisins, stjórna. Og hvernig áttu þeir að vita hvað var vilji ríkisins, og hvernig áttu þeir að stjórna? Aristóteles leysti úr fyrri spurningunni þannig, að frjálsir sjálfstæðir bændur ættu að hafa atkvæðisrétt í ríkinu. En þá lenti hann í vandræðum, er greina þurfti frá, hverjir voru þá borgarar í ríkinu. Var fjölskyldan grunneiningin, eða voru það einstaklingarnir? Ef það voru einstaklingar, lá í augum uppi að þrælar voru réttlausir. En börn og konur gátu heldur ekki haft fullan atkvæðisrétt, og þá heldur ekki verkamenn og iðnaðarmenn sem enga menntun höfðu né tíma aflögu til að sinna ríkismálefnum. Það var rétt, að hinir menntuðustu og frjálsustu stjórnuðu ríkinu. En leiddi þá af því, að þeir einir hefðu borgararétt í ríkinu? Þessu gat Aristóteles eiginlega aldrei svarað ó- tvírætt og eindregið. Það er ekki fyrr en á okkar öld, að smám saman er að myndast sú almenna skoðun, að allir einstaklingar eigi að hafa jafn- an borgararétt án tillits til stéttar, stöðu eða menntunar. En þetta er aðeins hér á hinum kristnu Vesturlöndum. Annarsstaðar í heiminum á þessi skoðun langt í land. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.