Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 8
kom andstæðingum oft að óvörum I málflutningi sínum. Hinu mun menn ekki
alltaf hafa áttað sig á, að kappræður þessar lutu oft sfnum eigin lögmálum
og Jón, sem og sumir aðrir, lét ýmislegt flakka, sem ekki var alvarlega
meint. Jón átti vini í röðum andstæðinga jafnt sem samherja á hverju sem
gekk, enda var hann fljótur að skipta um gervi að hætti góðra leikara.
Á þessum árum tók Jón að safna bókum um þjóðfélagsmálefni, einkum
iögfræði. Hefur hann gert nokkra grein fyrir bókum sínum og söfnun þeirra
[ tímaritinu Bókaorminum. Lagði hann mikið kapp á að bækur sínar væru vel
með farnar og helst [ upprunalegu bandi eða góðu skinnbandi. Sótti hann
fast bókauppboð Sigurðar Benediktssonar á háskólaárum sfnum eins og
fleiri laganemar. Var þá oft kapp í mönnum að ná í fágætar bækur, og hefur
hann sagt skemmtilega frá því, er hann hreppti Handbók fyrir hvern mann
fyrir kr. 7.000,— en Pétur heitinn Benediktsson bauð í á móti honum. Daginn
eftir fór Jón í bankann og bað Pétur um víxillán fyrir andvirðinu. Þótt Pétri
þætti þetta óskammfeilni af Jóni, mun hann í aðra röndina hafa haft gaman
af, því að hann veitti Jóni víxillánið og bauð honum í hádegisverð á Hótel
Borg. Lögfræðibækur sínar ánafnaði Jón Lögmannafélagi islands eftir sinn
dag.
Af þessu má sjá, að Jón fékk fljótt mikinn og alhliða áhuga á lögfræði.
Næst lögfræði munu alþjóðastjórnmál hafa átt hug hans. Sat hann fjölmarg-
ar ráðstefnur og fundi á erlendum vettvangi og sat í stjórnum fjölþjóðasam-
taka. Sótti hann og námskeið í Bandaríkjum um þessi efni og ritaði fjölda
greina um þau. í stjórn Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna samvinnu,
var hann um skeið. í flokkspólitík fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum að málum
og gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Síðasta áratuginn sem hann
lifði lét hann stjórnmál ekki til sín taka opinberlega.
Að loknu embættisprófi í lögfræði gerðist Jón fulltrúi borgarstjórans í
Reykjavík og gegndi því starfi til 1969, er hann stofnaði lögfræðiskrifstofu þá,
sem hann rak til dauðadags. 1969-70 var hann jafnframt lögmannsstörfum
framkvæmdastjóri Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Már Pétursson hér-
aðsdómari í Hafnarfirði kemst svo að orði um lögmannsstörf Jóns í minning-
argrein, er hann ritaði í Morgunblaðið 21. júní s.l.:
,,Það hefur verið sagt með réttu að mál vinnist aldrei á góðum málflutningi,
en lögmenn geti tapað málum vegna lélegs málflutnings. Þetta viðhorf var
Jóni víðs fjarri. Mér er nær að halda að fyrir hafi komið að hann ynni mál
sem fæstir aðrir hefðu unnið og varla hafa tapað málum sem margir aðrir
hefðu unnið. Og þótt Jón yljaði stundum andstæðingum sínum undir uggum
og mörg vinnustund dómara færi í að greiða úr flækjum sem hann hafði und-
ið upp, var Jón maður vinsæll bæði meðal lögmanna og dómara. Það gerði
bæði stíllinn yfir íþrótt hans og þær stundir er hann létti geð manna utan
veggja réttarsalarins. Sinn þátt mun það hafa átt í sérkennilegum málflutn-
ingi Jóns, að menn sem áttu torsótt mál að sækja eða erfið að verja, en voru
sjálfir trúaðir á málstað sinn, leituðu gjarna til hans, stundum eftir að hafa
gengið bónleiðir til annarra lögmanna. Jón sá gjarna leið þar sem öðrum
höfðu virst sundin lokuð. Skarpskyggni hans, bjartsýni og baráttugleði stuðl-
aði þannig að því að fleiri en ella fengu dómstólaprófun á sfn mál og þar með
þá réttarvernd sem löggjöf vor og ólögfestar starfsskyldur lögmanna gera
ráð fyrir.“
62