Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 16
til áréttingar, og til þess að benda á að þessi hætta er ekki bundin við dómendur í réttarkerfinu, er rétt að vísa á fyrirsögn í Morgunblaðinu 12. apríl 1983: „Vinna þjálfaranna er eyðilögð af dómurunum“. Þetta var á íþróttasíðu, og í viðtalinu sagði þjálfarinn: „Við æfum ellefu mán- uði á ári, þetta fimm til sex sinnum í hverri viku, það er því mjög slæmt að horfa upp á það að handknattleiksdómarafélag íslands bjóði upp á svo slaka dómara á leiki að þeir hreinlega eyðileggi leikina.“ 5) Dómstólar verða að starfa eftir ströngum reglum og virða jafn- ræði aðilja. 6) Dómstólar skulu meta gildi laga og úrskurða og ákvarðana ann- arra stjórnvalda. 7) Dómstólar verða að vera öllum opnir og fjárhagslegar hindranir mega ekki vera í vegi fyrir því að menn sæki rétt sinn. Mál mega ekki dragast í meðförum dómenda, þá er ekki unnt að hafa niðurstöður i málunum til leiðbeiningar ,auk annarra réttarspjalla sem af slíku hlýst. 8) Ákæruvaldið má ekki hafa of frjálsar hendur um að ákæra t.d. ekki í vissum málum, og sama gildir um lögregluyfirvöld, kærur og handtökur. Þessi listi er ekki tæmandi, en gefur væntanlega yfirlit yfir helstu meginreglur, sem leiddar verða af hugmyndinni um réttarríkið, að lög- in séu þannig að unnt sé að nota þau til leiðbeingar í lífinu. 4. Af þessu yfirliti má sjá, að hugmyndin um réttarríkið og meginregl- urnar, sem af henni eru leiddar, eru öðrum þræði hömlur og gildi þeirra felst í því, að draga úr þeirri hættu sem getur fylgt valdi láganna. Lög- unum er ætlað að hafa vald en slíku valdi getur fylgt hætta, eins og margsagt er frá fornu fari. Valdi laganna er unnt að beita af geðþótta, en réttarríkishugmyndin er að draga úr slíkri hættu, og sjá til þess að valdi laganna sé beitt í samræmi við réttinn. En réttarríkishugmyndin drégur ekki úr öllum hættum, hún nær ekki yfir allt. Lögin geta verið óstöðug, óskýr, óljós, torkennileg, afturvirk og ruglingsleg, og þannig skert frelsi manna og reisn. Gegn slíku er réttarríkinu ætlað að vinna. En fylgni við réttarríkið er aðeins einn af kostunum sem prýða ættu réttarkerfið. Beinu tengslin milli réttarins og réttarríkishugmyndarinnar felast í því, að réttarríkið er nauðsynlegt til þess að tilgangi laganna verði náð. Lögin verða að geta leiðbeint fólki. Þeim mun nánar sem fylgt er meg- inreglum réttarríkisins þeim mun betur leiðbeina lögin þeim sem þeim er ætlað að leiðbeina. Hlutverk og þar með kjarni laganna er að stýra at- 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.