Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 24
ávarp til konungs og bað hann að bjarga heiðri Danmerkur og viður-
kenna frelsi landsmanna. Ávarpinu lauk með beiðni til hátignarinnar að
þrýsta ekki þjóðinni til að leita þeirra ráða er örvæntingin gefur. Þann
21. marz fóru Kaupmannahafnarbúar í fjöldagöngu að Kristjánsborg-
arhöll. Einn af leiðtogum þjóðfrelsismanna, L.N. Hvidt, las ávarp Kasí-
nófundarins fyrir konungi. Hann svaraði, að hann hefði þegar veitt
ráðuneytinu lausn. Daginn eftir tóku fjórir þjóðfrelsismenn sæti í nýju
ráðuneyti, marzráðuneytinu svokallaða. Þeir voru: Monrad, Lehmann,
Tscherning og Ilvidt. Þetta var bylting — í dönskum stíl. Voru nú orðin
á skjót umskipti. Hið nýja ráðuneyti lét hendur standa fram úr ermum
að semja stjórnarskrá fyrir konungsríkið Danmörku. Aðalhöfundur
hennar var Ditlev Monrad, guðfræðingur og kennslumálaráðherra í
marzráðuneytinu.
MONRAD OG JÚNÍSTJÓRNARSKRÁIN
Monrad (1811-1887) vakti fyrst á sér athygli er hann kvaddi sér
hljóðs á fundum þjóðfrelsismanna eftir 1889 og með bæklingum sem
hann gaf út undir nafninu Flyvende politiske Blade. Þegar í fyrsta bækl-
ingnum er ljóst, að Monrad byggir sínar fræðilegu forsendur næstum
algjörlega á þýzka heimspekingnum G.W.F. Hegel, en einnig á frönskum
höfundum sem héldu fram hugmyndum frönsku byltingarinnar. Monrad
lítur á ríkið sem skynsemina í þjóðfélaginu, sem það afl er sameinar
borgarana til sameiginlegra átaka og stendur því gegn hinum sundur-
virku öflum hins borgaralega þjóðfélags. Það er ríkið sem sameinar
menn í eina þjóð, sem leitast við að viðhalda samræmi milli þjóðar og
ríkisstjórnar. Ríkið sameinar stéttir og hagsmuni. Það er ríkið sem sér
til þess að lög og tilskipanir séu á rökum reist, svo að borgararnir geti
séð að það er skynsamlegt að hlýða þeim af fúsum og frjálsum vilja.
Monrad tekur það upp eftir Hegel að segja, að frelsið sé grunnhugmynd
Evrópu. Það táknar þó ekki, að öll Evrópuríki séu frelsið holdi klætt,
heldur að þróunin stefnir í átt til meira og sannara frelsis. Hið ótak-
markaða einveldi er áfangi á þessari leið. Það hefur í sér fólgna hug-
myndina um lögbundna stjórn sem beri að varðveita einingu ríkisins.
Um skeið kom þessi hugmynd fram í einveldisríkinu. I þessu ríki hafa
komið fram andstæður, sem valda því að hugmyndin hlýtur að brjótast
fram í breyttu formi. Þannig kallar einveldið á ritskoðun og á það að
kúga menn til hlýðni, eining ríkisins splundrast vegna þjóðernatog-
streitu og héraðarígs, stéttir vinna að þröngum sérhagsmunum. Því
hlýtur ríkið að taka stakkaskiptum og finna ný form, svo að það geti
78