Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 42
Félagsmönnum hefur fjölgað nokkuð frá síðasta aðalfundi eða alls 15,
enda hefur það verið starfsregla að taka alla á félagaskrá, sem fengið hafa
útgefin leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, enda séu þeir ekki bundnir af
reglum dómsmálaráðuneytisins frá 1971 um skyldu til deponeringar. Einnig
hefur verið reynt að fylgjast með þeim aðilum, sem leyst hafa til sln deponer-
uð leyfi og hafa þeir jafnóðum verið teknir inn á félagaskrá. Það hefur oft
verið tilviljanakennt hverjir hafi lent inn á félagaskrá L.M.F.Í. og hverjir ekki.
Stjórninni er Ijóst að hagir manna eru mismunandi og ekki stunda allir fé-
lagsmenn bein lögmannsstörf. Skynsamlegt gæti því verið að fá viðbót við
reglurnar frá 1971 og heimila fleirum, en þar greinir, að deponera leyfum
sínum og það tekið fram hverjar réttarverkanir slíkar deponeringar hefðu.
Einum stjórnarmanna, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, var falið að kanna þetta
mál sérstaklega og koma fram með tillögur til breytinga á málflutningslögun-
um ef með þyrfti. Bíður áframhaldandi starf í þessum málum næstu stjórnar.
Eins og undanfarin ár hafa stjórnarfundir verið haldnir reglulega hvern mið-
vikudag, nema yfir hásumarið og um stórhátíðir. Alls hafa verið haldnir 42
stjórnarfundir og 294 málsatriði bókuð.
Eins og oft áður hefur mestur hluti starfstíma stjórnarinnar farið í afgreiðslu
kæru- og ágreiningsmála, er fyrir hana haía verið lögð. Alls bárust 24 slík
mál frá síðasta aðalfundi, sem er svipað og undanfarin ár, en 1981 bárust
28 kærumál, 22 árið 1980, 26 árið 1979 og 19 árið 1978. Mál þessi voru mis-
jafnlega umfangsmikil, en afgreiðsla þeirra hefur verið með þeim hætti,
að úrskurðir hafa verið kveðnir upp i 5 málum, 6 mál voru afgreidd með álits-
gerðum, 3 voru afturkölluð, 8 felld niður og enn er 2 málum ólokið.
í upphafi starfstíma þessarar stjórnar lágu fyrir 8 mál, sem ekki hafði ver-
ið lokið afgreiðslu á. Meðferð þessara mála var með þeim hætti, að úrskurð-
ur var kveðinn upp í einu máli, eitt var afturkallað, 2 álitsgerðir voru gefnar
og 2 mál felld niður. 2 mál eru enn í ótilteknum fresti með fullu samþykki
málsaðila, þar til lesyt hefur verið úr ágreiningi þeirra í millum fyrir Flæsta-
rétti.
Enginn af úrskurðum stjórnarinnar hefur verið kærður til Flæstaréttar.
Á síðasta starfsári hafa eins og áður starfað reglulega gjaldskrárnefnd,
laganefnd og kjaranefnd. Mestur tími laganefndar hefur farið í að fara yfir
og gefa umsagnir um ýmis lagafrumvörp, þingsályktanir og þess háttar. Um-
sagnir laganefndar hefur stjórnin bæði sent hlutaðeigandi, í sínu nafni, nú
síðast álit varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem sent var Alþingi og
öllum þingflokkunum, og einnig hafa umsagnirnar verið sendar beint í nafni
laganefndar.
Kjaranefndin hefur m.a. unnið að tillögum til stjórnarinnar varðandi fyrir-
komulag á ákvörðun þóknunar fyrir réttargæslustörf. Tillögum þessum, að
mestu óbreyttum, hefur nú verið komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið
og eru nú f gangi viðræður við ráðuneytið um þær. Er óhætt að segja að
ástæða sé til bjartsýni um nokkuð farsælan framgang þessara mála, án þess
þó að unnt sé á þessu stigi að fullyrða nokkuð um endanlegan árangur. Til-
lögur þessar gera í stuttu máli ráð fyrir ákveðinni lágmarksþóknun fyrir rétt-
argæslustörf og sfðan viðmiðunartaxta fyrir hvern unninn tfma. Viðmiðunin
gerir ráð fyrir þóknun fyrir mót auk hæfilegs álags.
96