Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 47
Eftir hádegið á þriðjudeginum var okkur boðið að kynnast starfsemi stærstu lögmannsstofu í Washington D.C. Firma þetta ber heitið Covington & Burling. Með ólíkindum var að sjá alla aðstöðu á skrifstofunni en því miður höfðum við ekki þann tíma til ráðstöfunar að dygði til að kynnast starfseminni nema á yfirborðinu. Hjá firmanu starfa 209 lögfræðingar, þar af er 81 eigandi (partners) og 120 fulltrúar (associates). Samt var okkur tjáð, að þetta væri rétt rúmlega meðalskrifstofa á bandaríska vísu. Starfsfyrirkomulag er yfirleitt þannig, að unnið er tiltölulega sjálfstætt í litl- um hópum. T.d. er algengt að einn eigandi starfi með 2 fulltrúum. Hver hópur hefur sín sérstöku verkefni. Hóparnir visa svo hver á annan eftir því á hvaða sviði verkefni eru. Þarna er sérþekking manna greinilega meira notuð en hér á landi. Skrifstofurnar eru að sjálfsögðu tölvuvæddar, og er t.d. hægt á auga- bragði að kalla fram dóma um afmörkuð málefni. Mjög stórt bókasaín var þarna með bókasafnsfræðinga í fullu starfi. Á hverju ári eru u.þ.b. 20 nýir fulltrúar ráðnir til starfa. Eru höíð öll spjót úti til að fá sem hæfasta menn. Eru menn frá firmanu sendir á hverju ári til þekktustu lagaháskólanna og ágæti staríseminnar kynnt. Standi fulltrúi sig vel í starfi, getur hann átt von á því að gerast meðeigandi eftir 5-8 ár. Eigend- ur meta störfin og skera úr um, hvort taka eigi fulltrúann í þeirra hóp. Firmað heldur uppi ókeypis lögfræðiþjónustu fyrir aðila, sem ekki hafa efni á að ráða sér lögmann. í þessu verkefni starfa 3 lögmenn og 2 einkaritarar í fullu starfi. Lögð er mikil áhersla á eftirmenntun, aðallega stutt námskeið og fyrirlestra. Við vorum forvitnir um, hversu mikið bandarískir lögmenn bæru úr býtum. Aðallega miðast þóknun við útselda tímavinnu, en einnig er algengt, t.d. í skaðabótamálum, að lögmaður áskilji sér fyrirfram ákveðinn hlut af því sem kann að vinnast, en taki ekkert ef mál tapast. Okkur var tjáð, að útseld tlma- vinna væri um $90. Miðað við aðrar upplýsingar hef ég grun um, að þarna hafi verið átt við útselda vinnu fulltrúa og að þóknun eigenda sé allnokkru hærri eða allt að $ 200. Þessi þóknun virðist há á (slenska vlsu, en þó skal tekið fram, að allur kostnaður er mjög mikill, t.d. eru byrjunarlaun fulltrúa um $ 40.000.—. á ári. Þátttakendur í þessari námsferð lögmanna voru: Arnmundur Backman hdl., Ásmundur Jóhannsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Bragi Björnsson hdl., Brandur Brynjólfsson hrl., Gestur Jónsson hrl., Gísli B. Garðarsson hdl., Gunn- ar Helgason hrl. og Halldóra Kristjánsdóttir, Gunnar Sólnes hrl., Gunnlaugur Þórðarson hrl., Hafþór Ingi Jónsson hdl., Héðinn Finnbogason hdl., Ingi Ingi- mundarson hrl. og Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ingvar Björnsson hdl., Jóhann Steinason hrl. og María Finsen, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Jónas Haralds- son hdl., Kristinn Sigurjónsson hrl., Kristján Eiríksson hrl. og Eiríka Þórðar- dóttir, Ólafur Axelsson hrl., Ólafur Gústafsson hdl., Ólafur Ragnarsson hrl., Páll S. Pálsson hrl. og Guðrún Stefánsdóttir, Reinhold Kristjánsson hdl., Sig- urður Sigurjónsson hdl., Sigurmar K. Albertsson hdl., Skarphéðinn Þórisson hrl., Svanur Þór Vilhjálmsson hdl., Þorvaldur Lúðvíksson hrl. og Ásdís Ólafs- dóttir. Hafþór Ingi Jónsson. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.