Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 27
STJÓRNLAGAÞRÓUN 1849-1953 Samt er vart hægt að segja að þessi stjórnarskrá hafi gengið í gildi í Danmörku. Árin 1848-1850 var órói og uppreisn í Slésvík, og júní- stjórnarskráin gekk aldrei í gildi í hertogadæmunum. Eftir að friður komst á í Slésvík varð Danmörk að semja við þýzku ríkin um framtíðar- stöðu hertogadæmanna innan danska ríkisins. Þeim samningum lauk 1852 með því að danska stjórnin varð að heita Þjóðverjum því, að vinna að því að semja stjórnarskrá fyrir danska ríkið í heild og að Dan- ir myndu ekki tengja Slésvík neinum nánari böndum við ríkið en Hol- stein. Þjóðfrelsismenn töpuðu þannig þessum leik, en þeir höfðu um langt skeið unnið að því að tengja Slésvík Danmörku en semja sérstak- lega um stöðu Holtsetalands. Hinir gömlu íhaldsmenn (eða hægrimenn, eins og farið var að kalla þá) komust til valda, og þeirra stefna var „helstatspolitik" að semja stjórnarskrá sem gilti fyrir allt ríkið, kon- ungsríkið og hertogadæmin tvö. En þetta reyndist erfitt. Ríkisþingið fékkst ekki til að gefa upp á bátinn þau ákvæði um valdsvið þingsins sem júnístjórnarskráin kvað á um. Samningar tókust ekki og því lét A.S. örsted, sem þá hafði tekið við stjórnartaumum, gefa út konug- lega tilskipun um stjórnarskrármálið í júlí 1854, og var það afturhvarf til tímanna fyrir 1848, því að tilskipunin byggði á einveldisrétti konungs. Gert var ráð fyrir að stofnað yrði ríkisráð í einni málstofu og án löggj af- arvalds, og skyldu sitja í því fulltrúar allra þriggja hluta ríkisins, Dan- merkur og hertogadæmanna. En þetta mæltist mjög illa fyrir og loks tókst í október að ná samkomulagi um takmarkanir á j únístj órnar- skránni ogstofnun ríkisráðs í einni málstofu með löggjafarvaldi. Var sú stjórnarskrá gefin út í október 1855, „Fællesforfatningen“. Samkvæmt þessari stjórnarskrá var staða konungsvaldsins mun styrkari en í júní- stjórnarskránni. Konungur hafði skýrt synjunarvald og rétt til að gefa út bráðabirgðalög. Þessi stjórnarskrá komst heldur ekki í framkvæmd, því að ríkisráðsmenn frá Holstein mótmæltu því, að stjórnarskráin hefði ekki verið lögð fyrir stéttaþing í hertogadæminu til samþykktar. Þetta notuðu þýzku ríkin sér sem átyllu til að grípa inn í málefni her- togadæmanna. Þetta leiddi til þess að 1858 var gefin út konungleg til- skipun um að alríkisstjórnarskráin gilti ekki fyrir Holstein og Lauen- burg, en fyrir Danmörku og Slésvík. Þjóðfrelsismenn sáu sér þá leik á borði að vekja aftur upp Egðu-stefnuna, að sameina Slésvík Danmörku, en hún braut gégn samkomulagi Danmerkur við þýzku ríkin frá 1852. Árangurinn af þessu var hin svokallaða nóvember-stjórnarskrá, sem Orla Lehmann var aðalhöfundur að og var gefin út í nóvember 1863. Samkvæmt henni var aftur gert ráð fyrir þingi í tveim deildum, svipað 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.