Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 12
Garðar Gíslason:
HVAÐ ER RÉTTARRÍKI
OG HVERJIR ERU KOSTIR ÞESS?
l.
Réttarríki er vinsælt hugtak, svo vinsælt, að menn eru farnir að láta
það ná yfir nánast allt sem á að vera gott og æskilegt í stjórnskipun og
lögum. Þessvegna þarf að staldra við og skoða hvað eiginlega í því felst.
Oft er sagt, að réttarríki sé það ástand mála þegar réttarkerfi er
lagalega séð í góðu standi, heilbrigðu ásigkomulagi. Sumir nota líkingu
við hníf, sem er beittur, vel brýndur. Það er góður hnífur, ástand hnífs-
ins er gott, auðvelt að skera með honum. En þá er einnig auðvelt að
nota hann til illverka. Á þá samlíkingin við um lögin?
Við þurfum að byrja á nokkrum grundvallarhugtökum, og skýra þau,
til þess að nálgast viðfangsefnið: ríki, stjórnskipun, þvingunarvald, lög
og réttur, réttarkerfi.
Segja má að ríki verði til þegar menn á tilteknu landsvæði hafa komið
sér saman um aðferð til þess að taka ákvarðanir í málum sem varða
samfélagið allt, heildina, og setja niður deilur manna, og ákveðið enn-
fremur að gefa slíkum ákvörðunum vald með sérstöku þvingunarvaldi.
Þannig séð er ríkið stjórnunarstofnun samfélags, á svipaðan hátt og
venjuleg félög hafa stjórnir og aðalfundi. Ríkið er stofnað þegar á-
kveðnar eru grundvallarreglur um stjórn samfélagsins og skipulag, og
þessar grundvallarreglur kallast einu nafni stjórnskipun ríkisins. Þær
segja til um hverjir fari með æðsta vald í málefnum ríkisins, hvernig
þeir öðlist vald sitt, hver sé réttarstaða þeirra, með hverjum hætti ríkis-
valdið sé skipulagsbundið, og hverjar hömlur séu settar ríkisvaldinu.
Þegar litið er á ríkið sem stjórnarstofnun samfélagsins, þá er spurt
hvað sé góð stjórn? Sagt er að vel sé stjórnað, og það sé góð stjórn, sem
stjórni með hag samfélagsins og heildarinnar fyrir augum, og þégar
menn fá notið grundvallarlífsgæða. Þetta felur í sér, að unnt sé að
stjórna illa á tvennan hátt. Harðstjórn er t.d. vond stjórn ,og hún getur
komið fram ýmist þegar stjórnendur arðræna í þeim skilningi, að
stjórnendur mata eigin krók án tillits til annarra, eða sem öfgakennt
66