Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 60
4.2. að komið verði á fullri greiningu milli lögreglustarfa og dómstarfa við
rannsókn og meðferð opinberra máia við alla dómstóla.
5. Fundurinn skorar á Alþingi að veita nauðsynlegt fé til byggingar dómhúss
í Reykjavík svo að byggingaframkvæmdir geti hafist án tafar í samræmi
við þingsályktun 29.4. 1977.
6. Fundurinn ítrekar fyrri áskoranir til dómsmálaráðherra um að hann beiti
sér fyrir breytingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þess
efnis að launakjör félagsmanna verði ákveðin af Kjaradómi.
7. Aðalfundur DR felur stjórn félagsins að kynna sér ákvæði framkomins
stjórnarskrárfrumvarps um dómendur, dómstólaskipan og réttarfar, gera til-
lögur í þeim efnum og efna til félagsfundar um málið, ef þurfa þykir.
Steingrímur Gautur Kristjánsson
FRÁ ALÞINGI 1982-1983
Alþingi, 105. löggjafarþing, var sett 11. október 1982 og stóð það sinnið til
18. desember, en síðan á ný frá 17. janúar til 14. mars 1983, alls í 126 daga.
Þingfundir voru 204. Samþykkt voru 52 lög, þar af 36 stjórnarfrumvörp. Að
auki var samþykkt frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá
lýðveldisins. Samþykktar voru 15 þingsályktanir þ.á m. um hafsþotnsréttindi
í suðri og á Reykjaneshrygg. Ræddar voru 35 fyrirspurnir og 5 skýrslur, en
tala prentaðra þingskjala var 668. Alþingi var slitið 14. mars og jafnframt rof-
ið frá kosningadegi, sem var 23. apríl.
NÝ RÍKISSTJÓRN
Hinn 26. mai 1983 fékk ráðuneyti Gunnars Thoroddsen lausn og skipuð var
ný rlkisstjórn. Forsætisráðherra er Steingrímur Hermannsson, en ráðherrar eru
alls 10, þar af 3 lögfræðingar: Geir Hallgrimsson utanríkisráðherra, Matthías
Á. Mathiesen viðskiptaráðherra og Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð-
herra. Dómsmálaráðherra er Jón Helgason.
114