Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 57
Ávíð
oú dreif
SÝSLUMANNAFÉLAG ÍSLANDS
Með samþykkt á aukaaðalfundi 27. nóvember 1964, var gerð breyting á lög-
um félagsins, sem raunar ber yfirskriftina lög Dómarafélags íslands.
Fram kemur, að þetta ágæta félag starfi ýmist sem ein heild eða í tveim
félagsdeildum, sem eru: a) Dómarafélag Reykjavíkur, b) Sýslumannafélag.
Þar eiga félagsrétt: allir sýslumenn, bæjarfógetar, lögreglustjórar, nú í raun
tveir, þ.e. á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavik, tollstjórinn í Reykjavík og toll-
gæslustjóri.
Stjórn Sýslumannafélags er skipuð 5 mönnum. Formaður er kosinn sér-
staklega.
Stjórnin fer með málefni félagsins á milli aðalfunda, en aukafundir eru fá-
tíðir. Hinsvegar hefur á síðari árum borið við að haldnir væru 2ja daga aðal-
fundir.
HeiSursfélagar Sýslumannafélagsins ásamt formanni félagsins; frá vinstri: Jóhann Salberg Guð-
mundsson, Björn Fr. Björnsson, Páll Hallgrlmsson og Friðjón Guðröðarson.
111