Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 32
Það er að sjálfsögðu í ósamræmi við þingræðisregluna, að þessi á- kvæði, sem áður voru notuð til þess að stjórna gegn vilja þings og með einræði, séu áfram í stjórnarskrá sem vill kenna sig við þingræði. Þetta eru úrelt ákvæði, leifar af hinu forna einveldi, og gætu reynzt hættuleg. Á þetta var bent í umræðum á Alþingi 1944. Þá er og ástæða til að benda á, að í upphaflegu stjórnarskrárfrumvarpi 1943 var gert ráð fyrir að forseti yrði þingkjörinn, þar sem ekki þótti ástæða til að láta fara fram þjóðkjör um valdalausan forseta. Þessu var breytt fyrir at- beina nokkurra þingmanna ,sem aðhylltust þjóðkjör, til þess að vekja ekki deilur eða óþarfa umræður um stjórnarskrána. 1 endurskoðuðu stjórnarskrárfrv. er gert ráð fyrir þjóðkjöri forseta. Það er í samræmi við þingræðisregluna að Alþingi skuli starfa í einni málstofu, þar sem hugmyndin bak við deildaskiptinguna er sú, að þjóð- höfðingi taki þátt í löggjafarstarfi. Með ákvæði um að Alþingi skuli ekki vera deildaskipt er verið að árétta það að konungsvaldið (forseti) hafi engan rétt til afskipta af löggjafarvaldinu. En sé það áréttað þarf einnig að breyta öðrum greinum (t.d. 2. gr.) til samræmis við það. Ég hef lagt höfuðáherzlu á að rekja sögulegan bakgrunn stjórnar- skrár Islands út frá því, hvernig þingræði hefur reitt af í þeim stjórnar- skrám, sem hún sprettur upp af. 1 stjórnarskrá Danmerkur frá 5. júní 1849 voru mannréttindaákvæði, sem studdust í öllum höfuðatriðum við mannréttindayfirlýsingu frönsku byltingarinnar. Aðalatriðið var þar atvinnufrelsi, en einnig bann við ritskoðun; skoðanafrelsi, frið- helgi eignarréttar. Ef þessi höfuðatriði nægja ekki lengur, ber að spyrja: Á hvaða grunni rísa mannréttindi í nútímaþjóðfélagi? Þeirri spurningu þarf að svara áður en rökfastur kafli um mannréttindi verð- ur saminn sem hluti af stjórnarskrá. Helztu heimildir: Arnór Hannibalsson: „Stjórnarskrá og þingræði“. Morgunblaðið, 19.6. 1980, bls. 30-31. Bagge, Povl: Studier over D.G. Monrads Statstanker. Kh. 1936. The Constitution of Norway. Oslo 1960. Danstrup og Koch: Danmarks Historie. Kh. 1964, 1965. 11.-12. B. Finer, S.E.: Five Constitutions. Harmondsworth 1979. Frumvarp til stjómskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Islands. Alþingi 1982- 1983, 105. löggjafarþing, 243. mál. Hauge, Svend: Studier over D.G. Monrad som religips Personlighed. Kaupmannahöfn, 1944. Hegel, G.W.F.: Philosophie des Rechts. Frankfurt a/Main, 1970, (Theorie Werkaus- gabe, B. 7). 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.