Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 14
geri mönnum kleift að sjá fyrir með nokkuð öruggri vissu hvernig yf- irvöldin muni nota þvingunarvaldið og undir hvaða kringumstæðum, og þá geti menn skipulagt líf sitt með hjálp slíkrar vitneskju. Grundvallarhugmyndin felst í orðinu: réttarríki, ríki réttarins, þar sem rétturinn ríkir, réttarveldi. Hér er átt við hvað það sé sem ríki, hafi völdin, sbr. konuríki, þar eru það konurnar sem ráða. Réttarríki er þá þegar rétturinn ríkir, en ekki mennirnir. En við nánari umhugsun sjáum við að í þessu felst eitthvað torráðið. Ekki getur rétturinn ríkt einn, mennirnir hljóta líka að ríkja. Skýringin kemur í ljós þegar við sjáum, að réttarríkið er stjórnmálahugsjón, fyrirmyndarástand sem stefna ber að, eitthvað sem getur prýtt réttarkerfi hvers lands, en þarf ekki endiléga að gera það, nema í litlum mæli. Réttarríki er kostur, en aðeins einn af fleiri kostum, sem prýtt geta lögin og réttarkerfið. Við þurfum því að skilgreina réttarríkið með hliðsjón af öðrum gildum, þ.e. lýðræði, réttlæti, jafnrétti og jafnræði, og mannréttindum. Grundvallarhugmyndin, sem felst í orðinu, ríki réttarins, er sú, að fólk eigi að hlýða réttinum og láta hann stjórna gerðum sínum í sam- félaginu. En réttarríki er oft notað í þrengri merkingu, þeirri, að ríkis- valdið skuli bundið lö'gum og háð lögum. Þá er sagt að allar athafnir ríkisvaldsins og ákvarðanir verði að styðjast við lög, byggjast á laga- heimildum. En er þetta ekki að segja það sama? Ríkisvaldið er lög- bundið, og athafnir, sem ekki er lagaheimild fyrir, geta því ekki verið athafnir ríkisvaldsins sem ríkisvalds. Þær væru löglausar, án lagagildis og að engu hafandi. En hér er notuð lagaleg skilgreining hugtaksins rík- isvald, og það er til önnur merking, stjórnmálamerking, ólík lagahug- takinu. Samkvæmt stjórnmálamerkingu er ríkisvaldið þar sem raun- verulegt vald í þjóðfélaginu liggur. Þegar þessi merking er notuð, er unnt að segja að réttarríkið krefjist þess að valdamiklir aðilar í þjóð- féláginu, Seðlabankinn, verkalýðsfélögin, eða lífeyrissjóðirnir, eigi að hlýða lögunum eins og hver annar. Þá er upprunalega merkingin skýr, hlýðni við lögin og réttinn. En hugtakið nær yfir meira en þetta. Hér kemur þó önnur gáta: Ef við notum ríkisvald í lagalegri merk- ingu, og þá er ríkisvald samkvæmt skilgreiningu vald, sem byggist á lögum, þá virðist „réttarríki“ vera aftur tóm upptugga, en ekki merki- leg hugsjón, sem mönnum ber að hafa í heiðri. Lausnin á þessari gátu felst sennilega í því, að hugtökin lög og rétt- ur hafa mismunandi merkingar, eftir því hvort þau eru notuð af lög- fræðingum eða leikmönnum. Fyrir lögfræðinga eru lög hvað eina sem byggist á réttarheimildum og uppfyllir skilyrði þau, sem sett eru af réttarkerfinu fyrir lagagildi. I þessum skilningi eru „lögin“ ýmislegt: 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.