Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 45
BANDARÍKJAFERÐ LÖGMANNA Eftir vel heppnaða námsíerö lögmanna til Kaupmannahafnar í mars 1982, var þeirri hugmynd komið á framfæri við L.M.F.Í. að efnt yrði til annarrar náms- ferðar til útlanda. í haust sem leið var áhugi félagsmanna kannaður fyrir ferð til Bandaríkjanna. Undirtektir voru jákvæðar. Var þvf ákveðið, að L.M.F.Í. hefði forgöngu um námsferð til Washington D.C. og New York 6.-15. maí 1983. Bandarfsku lögmannasamtökunum var skrifað og þau beðin um að aðstoða við skipulagningu. Varð úr, að deild innan samtakanna, sem sér um alþjóðleg samckipti, International Legal Exhange Program (ILEX) tók að sér að setja upp dagskrá og vera okkur innan handar meðan á ferðinni stæði. Síðdegis föstudaginn 6. maí var síðan lagt af stað. Alls tóku 29 lögmenn þátt auk 6 eiginkvenna. Flogið var til Baltimore og ekið þaðan til Washington. Laugardagur og sunnudagur voru frjálsir og mikið notaðir til skoðunarferða um borgina, enda veður mjög gott. Skipulögð dagskrá var fyrir hópinn í Washington mánudaginn 9. maí og þriðjudaginn 10. maf. Við heimsóttum Hæstarétt Bandaríkjanna, alríkisáfrýjun- ardómstól, skrifstofur bandarísku lögmannasamtakanna í Washington og lög- mannaskrifstofur. Farið var til New York á þriðjudagskvöldi og daginn eftir og fimmtudaginn 12. maí heimsóttum við ýmsa dómstóla. Auk ofangreinds þáði hópurinn heimboð Sverris Gunnlaugssonar sendiráðsritara og eiginkonu hans, Guðnýjar Aðalsteinsdóttur. Lauk skipulagðri dagskrá á fimmtudeginum, og meginhluti hópsins kom heim sunnudaginn 15. maí. Ekki er ætlunin að fjölyrða hér um heimsóknir til dómstóla, en geta fremur atriða, sem athygli vöktu og eru frábrugðin okkar eigin réttarfari. Nokkur von- brigði urðu í heimsókninni iil Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem flestir skoðuðu fyrirfram sem hápunkt ferðarinnar. Gengið hafði verið út frá þvf að við mynd- um sjá réttinn að störfum og hlýða á munnlegan málflutning. Af því varð þó ekki, þar sem hlé var á málflutningi um þessar mundir. Við hefðum e.t.v. farið á öðrum tíma, hefði þetta verið vitað. Var þarna að finna einu brotalömina í skipulagningu þeirra vestanmanna, sem að öðru leyti var mjög góð og þeim tii sóma. Eins og flestir vita er réttarkerfi Bandaríkjanna mjög frábrugðið okkar. Þar gilda t.d. sérstök lög fyrir hvert fylki (State Law) með viðeigandi fylkisdóm- stólum og síðan alríkislög (Federal Law) með sérstakri dómstólaskipan. i báðum tilfellum getur verið um 3 dómstig að ræða. Okkur var tjáð, að oft gæti leikið vafi á því, hvort mál ætti undir fylkisdómstól eða alrlkisdómstól. Oftar en einu sinni í heimsókn okkar til dómstóla var minnst á sönnunar- gögn, sem fengin hefðu verið með ólögmætum hætti. í bandarísku réttarfari er ekki tekið tillit til slíkra sönnunargagna, en yfirleitt er það gert annars stað- ar. Mátti heyra á sumum þeirra lögfræðinga, er við hittum, að þeir væru ekki alls kostar ánægðir með þetta. Sögðu þeir að mörg dæmi væru um, að sekir menn væru sýknaðir vegna reglnanna um, hvernig sönnunargagna skyldi afl- að. Fróðlegt var að fylgjast með gangi sakamála, þar sem játning sakbornings lá fyrir. Gengu þessi mál mjög hratt fyrir sig. Sakborningar komu einn af öðr- 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.