Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 30
að loknuum kosningum, var mynduð samsteypustj órn, sem hafði meiri- hluta þings að baki sér. Upp frá því hefur konungsvaldið í Danmörku haft þingræðisregluna í heiðri og ekki litið á sig sem varavald (Reserve- macht). Þingræðisreglan var svo lögfest í þeirri stjórnarskrá sem nú gildir í Danmörku og var samþykkt árið 1958. STJÓRNARSKRÁ ISLANDS Sú stj órnarskrá, sem gildir á íslandi í dag, er í öllum höfuðatriðum sú sama og tók gildi árið 1874, en hún var byggð á dönsku stjórnar- skránni frá 1866 (þó eru ákvæðin um Alþing þar nær nóvemberstjórn- arskránni). Samkvæmt stjórnarskránni frá 1874 hefur konungur synj- unarvald og vald til að gefa út bráðabirgðalög. 10. gr. segir: „Samþykk- is konungs þarf til þess að nokkur ályktun alþingis geti fengið laga- gildi. ... Hafi konungur ekki staðfest eitthvert lagafrumvarp, sem al- þingi hefir fallizt á, á undan næsta reglulegu alþingi, er það fallið nið- ur“. 11. gr. hljóðar svo: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur konungur gefið út bráðabirgðalög milli alþinga; eigi mega slík lög samt koma í bága við stjórnarskrána, og ætíð skulu þau lögð fyrir næsta alþingi á eptir“. Þessi ákvæði héldust í stjórnarskrá íslands sem tók gildi eftir sam- bandslögin árið 1920, en sú stjórnarskrá miðaðist við dönsku stjórnar- skrána frá 1915, sem víkkaði út kosningarétt m.a. þannig að konur máttu þá kjósa, og dregið úr skilyrðum fyrir kosningarétti, þannig að menn skyldu vera fjár síns ráðandi og ekki hafa þegið af sveit. . Þegar svo að því kom að íslendingar stofnuðu lýðveldi árið 1944 ýar brýnt að taka afstöðu til þess, hvert skyldi vera þjóðskipulag hins nýja lýðveldis. Alþingi ákvað þó að fresta þessu máli, aðallega til þess að vekja ekki upp deilur um stj órnarskrármál, einmitt þegar nauðsyn var á þjóðareiningu um aðskilnaðinn frá Danmörku og stofnun lýð- veldis. En Alþingi gerði eina veigamikla breytingu á stjórnarskránni við lýðveldisstofnunina. 11. gr. er þingræðisreglan staðfest skýrum stöfum: „Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn“. En vegna þess að stjórn- arskráin var ekki endurskoðuð eru enn í stjórnarskránni ýmis ákvæði, sem ganga í berhögg við þingræðisregluna. Við endurskoðun stjórnar- skrár er því grundvallarspurningin þessi: Á að semja stjórnarskrá, sem byggir á þingræðisreglunni, eða á að byggja á einhverjum öðr- um grunni? Það er ljóst af sögu stjórnarskrárinnar og af þeirri hefð sem er að baki hennar, að það er þingræðisstjórnarskrá sem miða ber 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.