Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 55
þing þetta var boðið fulltrúum félaga lækna, verkfræðinga og arkitekta. Um- ræðustjóri á málþinginu var Sigurður Líndal prófessor. Á starfsárinu voru haldnir sjö stjórnarfundir og allir f Norræna húsinu utan einn, sem haldinn var í húsnæði félagsins í Lágmúla 7, en þar hefur félagið nú aðgang að skrifstofu- og fundarherbergi. Félagið jók á árinu eignaraðild sina í Ásbrún h.f. og varð meðeigandi að 4. og 5. hæð í Lágmúla 7, og er eignaraðild þess 0.50%. Aðstaða sú sem þarna hefur skapast fyrir félagið hefur lítið verið nýtt enn sem komið er, en er áreiðanlega mikils virði, þegar horft er til framtíðarinnar. Þá er það nokkurs virði, að félagið hefur fengið fasta áritun og bréfakassa undir handarjaðri skrifstofu BHM. Þarna er og ágæt aðstaða til skjalavistunar. Á nú að vera minni hætta á því en áður var, að póstur til félagsins lendi úti á hjarni eins og stundum hefur viljað við brenna, og í annan stað eiga nú frá- farandi stjórnarmenn ekki að geta haft neina afsökun fyrir því að halda gerða- bókum og öðrum gögnum, sem að réttu lagi eiga að vera í vörslum félagsins. Samskipti við norrænu lögfræðingafélögin hafa verið í lágmarki á árinu. Félaginu var boðin þátttaka í árlegum fulltrúafundi félaganna í Helsingfors í lok ágúst, en boð þetta var ekki hægt að þiggja. Félagið er ekki formlegur aö- ili að þessari samvinnu norrænu lögfræðingafélaganna, en þar eru að jafnaði fyrst og fremst rædd launamál og önnur hagsmunamál stéttarinnar. Þó hefur komið fyrir, að Lögfræðingafélag íslands hefur tekið þátt í slíkum fundum, og þá eingöngu vegna þess, að einhverjir félagsmenn hafa verið erlendis annarra erinda. Hefur þátttakan þvi verið háð nokkrum tilviljunum. Tvisvar hefur þó verið boðað til slíkra funda hér, í fyrra sinnið 1973 og síðan 1980. Vandséð er, að við getum tekið annan eða meiri þátt í þessu samstarfi á næstunni en verið hefur og veldur þvf kostnaður. Eins og kunnugt er var þing BHM haldið 26. og 27. nóvember s.l. og voru þar sjálfkjörnir til þingsetu aðalfulItrúar Lögfræðingafélags islands í fulltrúa- ráði BHM, en þeir voru: Friðgeir Björnsson, Ólöf Pétursdóttir, Jón Thors, Þorgeir Örlygsson, Jónatan Þórmundsson, Bjarni K. Bjarnason og Skarphéð- inn Þórisson, en auk þess notaði stjórnin rétt sinn til þess að nefna að auki 11 fulltrúa. Þeir voru þessir: Þorsteinn A. Jónsson, Allan V. Magnússon, Gunn- ar G. Schram, Björn Þ. Guðmundsson, Björn Fr. Björnsson, Kristjana Jóns- dóttir, Elín Pálsdóttir Flygenring, Hlöðver Kjartansson, Helga Jónsdóttir, Eirík- ur Tómasson og Hrafn Bragason. Eins og menn vita lauk þinginu með því, að einn af fulltrúum félagsins dr. Gunnar G. Schram, fyrrv. formaður þess var kjörinn formaður BHM. Þá vil ég láta þess getið, að félagið var beðið að tilnefna fulltrúa á ráð- stefnu, sem haldin var 23. október fyrir forgöngu „Deildar heilsugæsluhjúkr- unarkvenna innan Hjúkrunarfélags íslands“ — um öldrunarmál. Kjörorð ráð- stefnunnar var — „Síðasti áfanginn, gerum hann bestan" — Félagsstjórnin tilnefndi Þorgerði Benediktsdóttur fulltrúa f Tryggingastofnun ríkisins til þátttöku. í októbermánuði óskaði menntamálaráðuneytið þess, að félagið tilnefndi mann í nefnd til þess, ásamt fulltrúa frá Búnaðarfélagi íslands, Náttúrufræði- stofnun íslands, Skotveiðifélagi íslands og oddamanni frá ráðuneytinu, að endursemja lög nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun. Stjórnin tilnefndi Hrafn Bragason borgardómara í nefnd þessa. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.