Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 39
við gerum ráð fyrir að verðbólgan hafi verið stöðug 50% á ári tíma- bilið frá desember 1979 til desember 1982 og að málverkið sé á sama raunverði þá, nemur kaupverðið í desember 1982 kr. 33.750.-. Og þetta kaupverð lofar kaupandinn, eins og áður sagði, að greiða 1. janúar 1983. Hann vanefnir. Nú er seljandinn hins vegar ekkert á þeim buxunum að láta hann komast upp með neitt múður. Hann fer því fljótlega til lög- manns síns og biður hann fyrir málið. Hann stefnir, málið er skriflega flutt og dæmt 4. júní 1983 (sama dag og í fyrra tilfellinu). Kaupandinn er auðvitað dæmdur til að greiða skuldina kr. 33.750,- með dráttarvöxt- um frá 1. janúar 1983 og málskostnað. Ef málskostnaðurinn er aðeins reiknaður af höfuðstólnum nemur hann nú kr. 5.173,- að kostnaði sleppt- um. Málskostnaðurinn er m.ö.o. nær helmingi hærri í tilvikinu, þar sem vanskilin hafa aðeins staðið í 1/2 ár heldur en er í tilvikinu, þar sem van- skilin stóðu í 3i/4 ár. Og þessi mismunur stafar ekki nema að hluta af því að seljandinn í fyrra dæminu fái dæmda kröfu sem er lægri að raun- gildi. Hann fær verðrýrnun kröfu sinnar að allnokkrum hluta bættan með dráttarvöxtunum. Að vísu er líklegt, að hann fái ekki alla verð- rýrnunina bætta með þeim hætti, þar sem dráttarvextir hafa engan veginn náð því marki að bæta mönnum verðrýrnun krafna vegna verð- bólgu. En verulegan hluta fær hann bættan. Engin rök eru til annars en að bæta þessurn „verðbótavöxtum" við höfuðstólinn, áður en málskostn- aðurinn er reiknaður. Ef það er ekki gert verða dómar um málskostnað tilviljunarkenndari í verðbólgunni en vera þarf. ÚTLAGÐUR KOSTNAÐUR Það er ljóst, að málsaðila, sem á að fá málskostnað sinn borinn uppi af gagnaðila sínum, kann að skipta það miklu, hvernig dómarinn fer með útlagðan kostnað, sem greiddur hefur verið fyrir dómsuppsögu. Dæmi má taka af þóknun til matsmanna, sem oft getur numið veruleg- um fjárhæðum og er oftast greidd alllöngu fyrir dómtöku máls. Ef dóm- ari tekur þennan kostnað aðeins til greina með óbreyttri krónutölu, hef- ur það þær afleiðingar, að í stöðugu verðlagi fær málsaðilinn allan kostn- aðinn bættan, en í verðbólgunni aðeins hluta hans og því minni hluta sem verðbólgan er meiri. Af eðli máls leiðir, að dómara ber að skerða dómsvald verðbólgunnar svo sem hans er kostur og dæma frekar sjálf- ur. Sýnist dómara a.m.k. bera að bæta almennum dráttarvöxtum við kostnaðinn fyrir tímabilið frá því er hann var greiddur þar til dómur gengur. Verður ekki séð, að nein lagafyrirmæli standi í vegi fyrir svo eðlilegri niðurstöðu. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.