Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 10
PÉTUR AXEL JÓNSSON Pétur Axel Jónsson hdl. var fæddur hér í borg þann 31. mars 1938, sonur hjónanna Ástríðar Einarsdóttur og Jóns Axels Péturssonar, síðast bankastjóra. Ég kynntist Jóni Axel nokkuð, hann var merkismaður og lét gott af sér leiða á mörgum vettvangi, vel greindur maður, kraft- mikill og skapríkur. Pétur Axel varð stúdent 1959 en kandídat f lögfræði snemmsumars 1968, hóf þegar í stað störf við fógetarétt Reykjavíkur. Þar hófust kynni okkar og urðu þau mér til ánægju. Það er enginn vafi á því að Pétur Axel átti auðvelt um nám, en ég ímynda mér að hann hafi lengi vel tekið laganámið heldur léttilega og eftir þeim reglum er sjálfur setti. Hann hvarflaði iðulega frá bóklestri til þátttöku í ýms- um greinum atvinnulífsins í landinu. En ég leyfi mér að halda þvf fram að hann hafi fengið sér þá heildarsýn yfir lögfræði að verið hafi með því besta sem gerist hjá nýútskrifuðum kandídat, — en það vitum við allir að er hægar ort en gert, fagið er nú þannig, og háskólakennslan sömuleiðis svo langt sem hún annars nær. Þegar Pétur Axel Jónsson hóf störf hjá fógetaréttinum, kominn rakleitt frá græna borðinu, var ekki annað að sjá en honum væru flestallir hlutir Ijósir sem líklegir eru til að koma upp á við fógetagerðir, — hann var einhvern- veginn alveg með á nótunum eins og maður segir. Margt bar til: hann var harðgreindur maður og fljótur að átta sig og hafði óbilandi sjálfstraust á hverju sem gekk, — og kom nú ekki hvað síst að góðu haldi að hann hafði verið úti á vinnumarkaðnum með fólkinu og hafði aflað sér staðgóðrar þekkingar á praktisku viðskiptalífi, — sýnu nánari en gengur og gerist um nýútskrifaða lagamenn. En Pétur Axel var ekki sá sem kærir sig um að lifa og starfa undir annarra leiðsögu og stjórn. Hann vildi fara sfnu fram, sjálfur vera hugsuður og smiður þess, er fram við hann skyldi koma, engum standa reikningsskil nema sjálf- um sér, ramur einstaklingshyggjumaður í öllum sfnum viðhorfum. Hann var alltof stórlyndur maður til annarskonar Iffsstíls, — stórlund hans kom fram jafnt og þétt, það var ekkert smátt við hann. Hann var höfðingi að allri gerð, — svo miskunnsamur maður að ég veit þess fá dæmi, og sást þar ekki fyrir, — ugglaust hefur og stórlyndi hans komið fram ef honum mislfkaði, þess er að vænta. Mér er nær að staðhæfa að hann hafi ekki verið meðalmaður f nokkra átt. Pétur Axel Jónsson var hár maður vexti, karlmannlegur og hraustmenni, sérlega viðfeldin manngerð, — Reykvíkingur af lífi og sál, hlýr f lund, gladdist með glöðum og grét með hryggum, kunni vel við sig með fólki, hverrar stéttar 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.