Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 15
stjórnarskráin, sett lög frá Alþingi og forseta Islands, bráðabirgðalög
frá ráðherrum og forseta, reglugerðir frá ráðherrum, samþykktir, fyr-
irmæli, úrskurðir, auglýsingar, gamlar venjur, dómar Hæstaréttar,
sanngirnissjónarmið, eðli mál o.fl. o.fl. En fyrir leikmenn eru lögin, eða
rétturinn, aðeins hluti af þessu öllu. Leikmaður telur réttinn aðeins vera
almennar, velþekktar, stöðugar lagareglur, sem lítt breytast í tímanna
rás. Ef réttarhugtakið er skilið þannig, að eingöngu sé átt við slíkar
almennar, þekktar og stöðugar lagareglur, þá er setning eins og þessi:
„þar sem rétturinn ríkir en ekki mennirnir", orðin skiljanlegri.
3.
Nú er í samfélaginu þörf bæði á almennum, stöðugum reglum og ein-
stökum ákvörðunum, fyiirmælum og sérreglum. Þá er hugmynd réttar-
ríkisins sú, að slíkar sérreglur verði aðeins settar með heimild í hinum
almennu, stöðugu reglum.
Grunnhugmyndin er þá að skýrast ,og hún er eftir sem áður, að fólk
fari eftir lögunum og hlýði þeim, og þá einnig, að lögin verði að vera
þannig, að fólk geti látið þau stjórna gerðum sínum. Fólk þarf að
þekkja lögin til þess að lögin geti haft áhrif á breytni manna. Þetta er
grundvallarhugmyndin, og af henni eru leiddar meginreglur réttarrík-
isins. Helstu meginreglur réttarríkisins eru því þessar:
1) Lög skulu vera skýr og skiljanleg, gerð kunnug með opinberri birt-
ingu, og þau skulu gilda eftirleiðis, fram í tímann og ekki aftur í tímann.
Afturvirk lög geta ekki eðli sínu samkvæmt haft áhrif á breytni manna,
þar sem þau voru ekki til á tíma breytninnar.
2) Lög skulu vera eins stöðug og frekast er unnt. Menn eiga erfitt
með að skipuleggja líf sitt og atvinnu, nám, vinnu og hvað sem er, ef
lögunum er sífellt breytt.
3) Sérstök lög, fyrirmæli og heimildir skulu vera byggð á almennum
lögum, sem gefa þeim ramma, sem ekki má fara útfyrir.
4) Dómstólar verða að vera sjálfstæðir. Hlutverk dómenda er að
beita lögunum og túlka þau, og hafa þar síðasta orð. Dómendur mega
því ekki vera neinum háðir nema réttinum. Menn geta ekki notað réttinn
til leiðbeiningar ef dómstólar fara ekki eftir lögunum þegar til þeirra
kasta kemur, heldur dæma eftir einhverjum öðrum reglum eða fyrir-
mælum. Mikilvægi þessarar meginreglu verður aldrei nægilega brýnt
fyrir mönnum. Ef dómendur beita ekki lögunum á réttan hátt þá veit
fólk aldrei hvað eru lög. Þá mun fólk eingöngu reyna að fara eftir því
sem það heldur að dómstólar komi hugsanlega til með að gera. En slíkar
getgátur munu ekki byggjast á réttinum, heldur einhverju öðru. Þessu
69