Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 22
3. lýstur einvaldur arfakóngur Danmerkur. Konungi var sjálfum falið að gefa út tilskipun um fyrirkomulag valdstjórnarinnar. Það gerði hann árið 1665 í svokölluðum konungslögum (Kongeloven). Samkvæmt þeim hafði konungur allt vald, löggjafarvald, framkvæmdavald, veit- ingavald. Hann var æðsti hershöfðingi, dómari og biskup. Hann einn hafði rétt til að láta slá mynt, leggja á skatta, lýsa yfir stríði og friði. Þessu valdi beitti konungur með aðstoð stjórnardeilda, en í þeim sat her embættismanna sem réðu í raun lögum og lofum í ríkinu. Þetta fyrir- komulag var í gildi í Danmörku til 1849. 1 nær tvær aldir var ekkert stjórnmálalíf í ríkinu. Erigir flokkar, ekkert þing, engin almenn um- ræða um landsins gagn og nauðsynjar. 1 raun og veru eru menn ekki sjálfstæðir borgarar undir einveldi, heldur ber mönnum að taka undir- dánugir við því sem þeim fellur í skaut af konungs náð. Allir einvaldar eru hræddir við hugsanir undirsáta sinna og það voru og hinir dönsku arfakóngar. Ritskoðun er óhjákvæmilegur fylgifiskur einræðis. Sam- kvæmt tilskipun um prentfrelsi 1799 skyldi afhenda lögreglustjórum hvaðeina sem á prent skyldi út ganga, og gátu pólitímeistarar bannað birtingu að geðþótta. Lenti einhver höfundur í því, að eitthvað, sem hann hafði samið, væri bannað, skyldi hann vera háður ævilangri rit- skoðun. Franska byltingin fyllti alla einvalds- og arfakónga í Evrópu lamandi ótta, og þeir gerðu allt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir að hugmyndir hennar breiddust út. Hert ritskoðun var helzta ráðið. En frelsisaldan varð ekki stöðvuð. Danska einveldið stakk höfðinu í sandinn. Friðrik konungur hinn sjötti bannaði alla umræðu um stjórnskipunarmálefni í Danmörku. Ríki hans náði suður að Elbu, því að greifadæmið Holstein (Holtsetaland) var „óaðskiljanlegur hluti“ af hinu danska einvaldsríki. (Þannig til- heyrði Altona Danmörku, en ekki Hamborg). En á Vínarfundinum 1815 gat konungurinn ekki spornað við því, að Holstein lýsti sig meðlim Þýzka sambandsins, en í sambandssamningnum var ákvæði um stétta- þing. Slík þing voru sett upp í Prússlandi árið 1823. Danakonungur hummaði samt fram af sér allar breytingai’ á stjórnskipan ríkisins. Leið svo fram til 1830 að borgarar og verkamenn í París ráku af höndum sér konunginn, sem hafði tilburði til að festa sig í sessi sem einvalds- konung, og braut þar með gegn þeirri stjórnarskrá, sem Frakkar höfðu fengið eftir fall Napóleons. Fyrir áhrif júlíbyltingarinnar gaf slésvísk- ur embættismaður, Uwe Lornsen að nafni, út smárit þar sem hann minnti á, að Holstein og Slésvík hefðu rétt til að fá stjórnarskrá. Frið- rik 6. var gripinn ótta við þessa uppreisnartilburði, og neyddist loks til að gefa út tilskipun um stéttaþing í Danmörku (frá 28. maí 1831). 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.