Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 48
MÁLÞING LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS OG DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Laugardaginn 4. júní s.l. var haldið málþing á vegum L.M.F.i. og D.i. að Hótel Valhöll á Þingvöllum. Þátttakendur voru alls 59, þar af 30 lögmenn. Um- ræðuefnið bar yfirskriftina: Verðbólgan og lögin. Var því skipt [ 3 málaflokka, þ.e.: 1. Veröbólga og vextir. 2. Verðbólga og málskostnaður. 3. Verðbólga og fébætur íyrir líkamstjón. Málþingið hófst kl. 10 með ávarpi dr. Ármanns Snævarrs hæstaréttardómara formanns D.í. Málþingsstjóri var Guðrún Erlendsdóttir, settur hæstaréttardóm- ari. Tilhögun málþingsins var með þeim hætti, ao íyrir hádegi voru flutt 6 fram- söguerindi [ hinum 3 málaflokkum. Framsögumenn í 1. málaflokki voru Bald- ur Guðlaugsson hrl. og Hrafn Bragason borgardómari, í 2. málaflokki Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og Garðar Gíslason borgardómari, og f 3. mála- flokki Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. og Freyr Ófeigsson héraðsdómari. Eftir hádegið var starfaö í umræðuhópum, sem þátttakendur skiptu sér niður á eftir frjálsu vali. Var síðan gerð grein fyrir starfi umræðuhópanna og að lokum voru frjálsar umræður. Málþinginu lauk um kl. 17.20 með ávarpi Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. formanns L.M.F.Í. Það var almennt álit þátttakenda, ao málþingið hefði tekist með miklum ágætum og umræðuefni vel til fundið. Skiptar skoðanir voru um margt, og menn komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Það var álit þátttakenda hvað varoar efni 1. og 3. málaflokks, að brýnna aðgerða væri þörf á ýmsum sviðum. T.d. lægi Ijóst fyrir, að miðað við þá ávöxtunarforsendu, sem dómstólar hafa farið eftir í dómum sínum í slysamálum, væri hagur tjónþola oít mjög fyrir borð borinn, a.m.k. í hinum stærri slysamálum þar sem um mikla og varanlega örorku væri að ræða. Fróðlegt var að fylgjast með umræðum í 2. málaflokki. Mikið var um það rætt, hvort dæma bæri málskostnað af samanlögðum höfuðstól og vöxtum og hvort dæma ætti vexti af málskostnaði. Sýndist lögmönnum og dómurum sitt- hvað um þessi álitaefni, en það var þó almennt viðurkennt af dómurum, að lagafyrirmæli stæðu ekki gegn því að dæma málskostnað af höfuðstól og vöxt- um og vexti af málskostnaði. Þetta væri frekar spurning um samræmingu hjá dómurum, þannig að allir tækju sig saman og dæmdu um þessi efni á sama hátt. Um margt fleira var rætt í þessum málaflokki, t.d. að augljóst væri, þótt sumir heíðu misskilið hingað til, að tildæmdur málskostnaður væri krafa aðila á hendur gagnaoila. Þóknun lögmanns fyrir viðkomandi mál væri tildæmdum málskostnaði með öllu óviðkomandi (nema í gjafsóknar- og gjafvarnarmálum), þó að vitaskuld væri heppilegast út frá skaðleysissjónarmiðum að þetta gæti fallið saman. Þá kom fram, að í kröfugerð og málflutningi er málskostnaðar- kröfu oft Iftil skil gerð. Nauðsynlegt væri að leggja fram málskostnaðarreikn- inga, a.m.k. í munnlega fluítum málum, og sjálfsagt væri að rökstyðja og reifa þennan kröfulið eins og aðra í málinu. Hafþór Ingi Jónsson. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.