Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 29
var eitur í beinum hægri manna, og konungur skeytti engu um þingið,
er hann útnefndi ráðherra eftir kosnirigasigur Vinstri manna 1872, en
þá fengu þeir meiri hluta í neðri deild. Um haustið 1873 neituðu Vinstri
menn að samþykkja fjárlög til 2. umræðu. Konungur rauf þá þing, en
vinstri menn héldu meirihluta sínum í kosningum í nóvember 1873.
Hægri menn horfðu upp á framsókn Vinstri manna með ugg og ótta. Þeir
síðarnefndu voru nefnilega þessi óupplýsti hrái massi, sem Monrad taldi
á sínum tíma að mikið lægi við að ekki kæmust til áhrifa í ríkinu. Og
hægri mönnum fannst auðsýnt, að vinstri menn myndu grafa undan
forréttindum, völdum og áhrifum aðals og stóreignamanna ef þeir kæm-
ust til valda. 1 júní 1875 var J.B.S. Estrup gerður að forsætisráðherra.
Hann hóf valdaferil sinn með því að rjúfa þing og við kosningar 1876
fékk Vinstri flokkurinn 74 sæti af 102 í neðri deild (Folketing). Árið
1877 varð ekki samkomulag um fjárlög í þinginu. Málið dróst á langinn
og engin fjárlög voru tilbúin 31. marz, en fjárlagaárið hófst 1. apríl.
Þann 4. apríl var þjóðþingið sent heim, og þann 12. apríl voru gefin út
bráðabirgðafjárlög fyrir fjárlagaárið 1. apríl 1877 til 31. marz 1878
samkvæmt heimildum í 49. og 25. gr. stjórnarskrárinnar. Er skemmst
frá því að segja að í 19 ár var Estrup einræðisherra Danmerkur með
Kristján konung 9. að bakhjarli og á grunni nefndra greina í stjórnar-
skrá. Vinstri menn þvældust fyrir, en tókst ekki að skipuleggja neina
einbeitta andstöðu gégn ólögunum. Loks þegar gengið var til kosninga
árið 1901 fengu hægri menn 8 þingsæti í neðri deild (Folketing), vinstri
menn 76, sósíaldemókratar 14. Hægri menn gáfust þá upp, og konung-
ur bað lögfræðing nokkurn, J.H. Deuntzer að mynda stjórn. Deuntzer
var ekki þingmaður en verkefni hans var að mynda stjórn sem nyti
stuðnings þingsins. Þetta þóttu mikil viðbrigði, og voru atburðir þess-
ir kallaðir „systemskiftet". I fyrsta sinn í sögu Danmerkur settist.
bóndi í ríkisstjórn, Ole Hansen, sem varð landbúnaðarráðherra.
Systemskiftet táknaði þó ekki að þingræði væri innleitt í Danmörku.
Það gerðist ekki fyrr en eftir páskaatburðina 1920. Konungur vék þá
frá minnihlutastjórn án þess þingið hefði samþykkt vantraust á hana.
Hin eiginlega ástæða var sú, að íhaldsmönnum fannst vonlítið, að minni-
hlutastjórn þessi gæti komið gegn um þingið stj órnarskrárbreytingu
sem nauðsynlég var vegna innlimunar norður Slésvíkur í danska ríkið,
og fannst hún hafa staðið sig illa á friðarráðstefnunni í París. Stj órnin
styðst ekki við þjóðarvilja, sagði konungur, fyrirskipaði kosningar og
skipaði embættismannastjórn. Stjórn þessi hrökklaðist þó fljótt frá
völdum þegar allsherj arverkfall vofði yfir. Bráðabirgðastjórn sem
flokkarnir komu sér saman um leysti upp þingið, og er það kom saman
83