Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 46
um fyrir dómara, sem ekki virtist haía kynnt sér málin fyrirfram. Ákæra var les- in og sakavottorð viðkomandi. Síðan féll dómur eða málinu frestað í stuttan tíma. Voru afgreidd 3 mál þær ca. 20 mínútur, sem við stöldruðum við. M.a. var kveðinn upp fangelsisdómur upp á 4-8 ára fangelsi fyrir meiri háttar inn- brot, þar scm ítrekunarsjónarmið höfðu sitt að segja. Einn cr sá þáttur bandarísks réttarfars, sem mjög er áberandi, en það er kviðdómurinn. Kviödómur situr bæði í einka- og refismálum og úrskurðar um síaðreyndir en dómari um lagaatriði. Hægt er að ganga framhjá kviðdómi f einkamálum, ef allir aðilar máls eru sammála um þá meðferð, og er það stund- um gert, sérstaklega ef mál eru flókin og sérþekkingar er þörf. Það kom fram, að í clíkum málum vilja dómarar oít vera lausir við kviðdóminn og leggja að aðilum að semja sig undan meðferð hans. í einkamálum stjórna lögmenn að- ila yfirleitt vali í kviðdóm, oftast án nokkurra afskipta dómara, en I refsimál- um sér dómari um valið. 12 kviðdómendur sitja I refsimálum en 6 í einkamál- um. Kviðdómurinn á sér langa sögu í bandarlsku réttarfari og virðist ekki á undanhaldi þrátt íyrir skiptar skoðanir á ágæti hans. Sfðasti liður á dagskrá okkar á mánudeginum var heimsókn til aðalskrif- stofu bandarísku gerðardómscamtakanna (American Arbitration Association). Samtök þessi voru stofnuð árið 1926 f þeim tilgangi að leysa deilumál með ckjótvirkum hætti utan réttar. Þau hafa vaxið mjög með árunum, og voru t.d. 41000 mál afgreidd 1981. Á skrá hjá camtökunum eru um 60000 sérfróðir aðilar á ýmsum sviðum, cem hægt er að fá til ctarfa sem gerðardómsmenn. Algengast er að samið sé fyriríram um gerðardóm, t.d. með sérstakri klausúlu í samningi. Moðferð mála er með líkum hætti og fyrir dómstólum, teknar eru skýrslur af aðilum og vitnum o.s.frv. í hinum stærri málum a.m.k. er langalgengast að lög- menn gæti hagsmuna aðila. Það segir e.t.v. sína sögu um álit manna á kvið- dómum, að engin dæmi eru til að samið sé um að þeir skuli notaðir hjá sam- tökum þessum, þótt slíkt sé hægt. Þriðjudagurinn 10. maí var lögmannadagurinn í ferðinni. Um morguninn heimsóttum við Washingtonskriístofu bandarísku lögmannasamtakanna. Er um að ræða aðra stærsíu skrifstofu samtakanna með um 200 manna starfsliði. Að- alskrifstoían er f Chicago með u.þ.b. 600 manna starfsliði. í Bandaríkjunum eru um 565000 lögfræðingar og þar af eru tæplega 300000 í lögmannasam- tökunum. Þau byggjast á frjálsri aðild en ekki skylduaðild eins og hér. Aðild er öllum lögfræðingum opin, sem fengið hafa leyfi til málflutnings, en slfkt leyfi veita dómstólarnir sjálfir og er það bundið viðkomandi dómstóli. Starfs- reynslu er almennt ekki krafist á undirréttarstigi og geta flestir nýútskrifaðir lögfræðingar fengið leyfi strax til að flytja mál fyrir undirrétti. Til viðhalds mál- flutningsréttindum er hins vegar algengt að gerðar séu kröfur um að lögmenn gangi árlega undir nokkurs konar próf. Á áfrýjunarstigi eru gerðar meiri kröf- ur til starfsreynslu, en skipting í héraðsdóms- og hæstaréttarlögmenn þekkist ekki í Bandaríkjunum. Við fengum fræðslu um starfsemina hjá lögmannasamtökunum. Auk hinna hefðbundnu verkefna við hagsmunagæslu fyrir stéttina vinna samtökin að öðru. T.d. er mikið fengist við rannsóknarstörf í lögvísindum. Innan samtakanna eru deildir, sem sinna málefnum tiltekinna þjóðfélagshópa, t.d. barna og elli- lífeyrisþega. Réttarstaða þessara hópa er tekin til gagngerðrar skoðunar og niðurstöður birtar. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.