Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 22
3. lýstur einvaldur arfakóngur Danmerkur. Konungi var sjálfum falið að gefa út tilskipun um fyrirkomulag valdstjórnarinnar. Það gerði hann árið 1665 í svokölluðum konungslögum (Kongeloven). Samkvæmt þeim hafði konungur allt vald, löggjafarvald, framkvæmdavald, veit- ingavald. Hann var æðsti hershöfðingi, dómari og biskup. Hann einn hafði rétt til að láta slá mynt, leggja á skatta, lýsa yfir stríði og friði. Þessu valdi beitti konungur með aðstoð stjórnardeilda, en í þeim sat her embættismanna sem réðu í raun lögum og lofum í ríkinu. Þetta fyrir- komulag var í gildi í Danmörku til 1849. 1 nær tvær aldir var ekkert stjórnmálalíf í ríkinu. Erigir flokkar, ekkert þing, engin almenn um- ræða um landsins gagn og nauðsynjar. 1 raun og veru eru menn ekki sjálfstæðir borgarar undir einveldi, heldur ber mönnum að taka undir- dánugir við því sem þeim fellur í skaut af konungs náð. Allir einvaldar eru hræddir við hugsanir undirsáta sinna og það voru og hinir dönsku arfakóngar. Ritskoðun er óhjákvæmilegur fylgifiskur einræðis. Sam- kvæmt tilskipun um prentfrelsi 1799 skyldi afhenda lögreglustjórum hvaðeina sem á prent skyldi út ganga, og gátu pólitímeistarar bannað birtingu að geðþótta. Lenti einhver höfundur í því, að eitthvað, sem hann hafði samið, væri bannað, skyldi hann vera háður ævilangri rit- skoðun. Franska byltingin fyllti alla einvalds- og arfakónga í Evrópu lamandi ótta, og þeir gerðu allt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir að hugmyndir hennar breiddust út. Hert ritskoðun var helzta ráðið. En frelsisaldan varð ekki stöðvuð. Danska einveldið stakk höfðinu í sandinn. Friðrik konungur hinn sjötti bannaði alla umræðu um stjórnskipunarmálefni í Danmörku. Ríki hans náði suður að Elbu, því að greifadæmið Holstein (Holtsetaland) var „óaðskiljanlegur hluti“ af hinu danska einvaldsríki. (Þannig til- heyrði Altona Danmörku, en ekki Hamborg). En á Vínarfundinum 1815 gat konungurinn ekki spornað við því, að Holstein lýsti sig meðlim Þýzka sambandsins, en í sambandssamningnum var ákvæði um stétta- þing. Slík þing voru sett upp í Prússlandi árið 1823. Danakonungur hummaði samt fram af sér allar breytingai’ á stjórnskipan ríkisins. Leið svo fram til 1830 að borgarar og verkamenn í París ráku af höndum sér konunginn, sem hafði tilburði til að festa sig í sessi sem einvalds- konung, og braut þar með gegn þeirri stjórnarskrá, sem Frakkar höfðu fengið eftir fall Napóleons. Fyrir áhrif júlíbyltingarinnar gaf slésvísk- ur embættismaður, Uwe Lornsen að nafni, út smárit þar sem hann minnti á, að Holstein og Slésvík hefðu rétt til að fá stjórnarskrá. Frið- rik 6. var gripinn ótta við þessa uppreisnartilburði, og neyddist loks til að gefa út tilskipun um stéttaþing í Danmörku (frá 28. maí 1831). 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.