Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 55
þing þetta var boðið fulltrúum félaga lækna, verkfræðinga og arkitekta. Um- ræðustjóri á málþinginu var Sigurður Líndal prófessor. Á starfsárinu voru haldnir sjö stjórnarfundir og allir f Norræna húsinu utan einn, sem haldinn var í húsnæði félagsins í Lágmúla 7, en þar hefur félagið nú aðgang að skrifstofu- og fundarherbergi. Félagið jók á árinu eignaraðild sina í Ásbrún h.f. og varð meðeigandi að 4. og 5. hæð í Lágmúla 7, og er eignaraðild þess 0.50%. Aðstaða sú sem þarna hefur skapast fyrir félagið hefur lítið verið nýtt enn sem komið er, en er áreiðanlega mikils virði, þegar horft er til framtíðarinnar. Þá er það nokkurs virði, að félagið hefur fengið fasta áritun og bréfakassa undir handarjaðri skrifstofu BHM. Þarna er og ágæt aðstaða til skjalavistunar. Á nú að vera minni hætta á því en áður var, að póstur til félagsins lendi úti á hjarni eins og stundum hefur viljað við brenna, og í annan stað eiga nú frá- farandi stjórnarmenn ekki að geta haft neina afsökun fyrir því að halda gerða- bókum og öðrum gögnum, sem að réttu lagi eiga að vera í vörslum félagsins. Samskipti við norrænu lögfræðingafélögin hafa verið í lágmarki á árinu. Félaginu var boðin þátttaka í árlegum fulltrúafundi félaganna í Helsingfors í lok ágúst, en boð þetta var ekki hægt að þiggja. Félagið er ekki formlegur aö- ili að þessari samvinnu norrænu lögfræðingafélaganna, en þar eru að jafnaði fyrst og fremst rædd launamál og önnur hagsmunamál stéttarinnar. Þó hefur komið fyrir, að Lögfræðingafélag íslands hefur tekið þátt í slíkum fundum, og þá eingöngu vegna þess, að einhverjir félagsmenn hafa verið erlendis annarra erinda. Hefur þátttakan þvi verið háð nokkrum tilviljunum. Tvisvar hefur þó verið boðað til slíkra funda hér, í fyrra sinnið 1973 og síðan 1980. Vandséð er, að við getum tekið annan eða meiri þátt í þessu samstarfi á næstunni en verið hefur og veldur þvf kostnaður. Eins og kunnugt er var þing BHM haldið 26. og 27. nóvember s.l. og voru þar sjálfkjörnir til þingsetu aðalfulItrúar Lögfræðingafélags islands í fulltrúa- ráði BHM, en þeir voru: Friðgeir Björnsson, Ólöf Pétursdóttir, Jón Thors, Þorgeir Örlygsson, Jónatan Þórmundsson, Bjarni K. Bjarnason og Skarphéð- inn Þórisson, en auk þess notaði stjórnin rétt sinn til þess að nefna að auki 11 fulltrúa. Þeir voru þessir: Þorsteinn A. Jónsson, Allan V. Magnússon, Gunn- ar G. Schram, Björn Þ. Guðmundsson, Björn Fr. Björnsson, Kristjana Jóns- dóttir, Elín Pálsdóttir Flygenring, Hlöðver Kjartansson, Helga Jónsdóttir, Eirík- ur Tómasson og Hrafn Bragason. Eins og menn vita lauk þinginu með því, að einn af fulltrúum félagsins dr. Gunnar G. Schram, fyrrv. formaður þess var kjörinn formaður BHM. Þá vil ég láta þess getið, að félagið var beðið að tilnefna fulltrúa á ráð- stefnu, sem haldin var 23. október fyrir forgöngu „Deildar heilsugæsluhjúkr- unarkvenna innan Hjúkrunarfélags íslands“ — um öldrunarmál. Kjörorð ráð- stefnunnar var — „Síðasti áfanginn, gerum hann bestan" — Félagsstjórnin tilnefndi Þorgerði Benediktsdóttur fulltrúa f Tryggingastofnun ríkisins til þátttöku. í októbermánuði óskaði menntamálaráðuneytið þess, að félagið tilnefndi mann í nefnd til þess, ásamt fulltrúa frá Búnaðarfélagi íslands, Náttúrufræði- stofnun íslands, Skotveiðifélagi íslands og oddamanni frá ráðuneytinu, að endursemja lög nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun. Stjórnin tilnefndi Hrafn Bragason borgardómara í nefnd þessa. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.