Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 47
Eftir hádegið á þriðjudeginum var okkur boðið að kynnast starfsemi stærstu lögmannsstofu í Washington D.C. Firma þetta ber heitið Covington & Burling. Með ólíkindum var að sjá alla aðstöðu á skrifstofunni en því miður höfðum við ekki þann tíma til ráðstöfunar að dygði til að kynnast starfseminni nema á yfirborðinu. Hjá firmanu starfa 209 lögfræðingar, þar af er 81 eigandi (partners) og 120 fulltrúar (associates). Samt var okkur tjáð, að þetta væri rétt rúmlega meðalskrifstofa á bandaríska vísu. Starfsfyrirkomulag er yfirleitt þannig, að unnið er tiltölulega sjálfstætt í litl- um hópum. T.d. er algengt að einn eigandi starfi með 2 fulltrúum. Hver hópur hefur sín sérstöku verkefni. Hóparnir visa svo hver á annan eftir því á hvaða sviði verkefni eru. Þarna er sérþekking manna greinilega meira notuð en hér á landi. Skrifstofurnar eru að sjálfsögðu tölvuvæddar, og er t.d. hægt á auga- bragði að kalla fram dóma um afmörkuð málefni. Mjög stórt bókasaín var þarna með bókasafnsfræðinga í fullu starfi. Á hverju ári eru u.þ.b. 20 nýir fulltrúar ráðnir til starfa. Eru höíð öll spjót úti til að fá sem hæfasta menn. Eru menn frá firmanu sendir á hverju ári til þekktustu lagaháskólanna og ágæti staríseminnar kynnt. Standi fulltrúi sig vel í starfi, getur hann átt von á því að gerast meðeigandi eftir 5-8 ár. Eigend- ur meta störfin og skera úr um, hvort taka eigi fulltrúann í þeirra hóp. Firmað heldur uppi ókeypis lögfræðiþjónustu fyrir aðila, sem ekki hafa efni á að ráða sér lögmann. í þessu verkefni starfa 3 lögmenn og 2 einkaritarar í fullu starfi. Lögð er mikil áhersla á eftirmenntun, aðallega stutt námskeið og fyrirlestra. Við vorum forvitnir um, hversu mikið bandarískir lögmenn bæru úr býtum. Aðallega miðast þóknun við útselda tímavinnu, en einnig er algengt, t.d. í skaðabótamálum, að lögmaður áskilji sér fyrirfram ákveðinn hlut af því sem kann að vinnast, en taki ekkert ef mál tapast. Okkur var tjáð, að útseld tlma- vinna væri um $90. Miðað við aðrar upplýsingar hef ég grun um, að þarna hafi verið átt við útselda vinnu fulltrúa og að þóknun eigenda sé allnokkru hærri eða allt að $ 200. Þessi þóknun virðist há á (slenska vlsu, en þó skal tekið fram, að allur kostnaður er mjög mikill, t.d. eru byrjunarlaun fulltrúa um $ 40.000.—. á ári. Þátttakendur í þessari námsferð lögmanna voru: Arnmundur Backman hdl., Ásmundur Jóhannsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Bragi Björnsson hdl., Brandur Brynjólfsson hrl., Gestur Jónsson hrl., Gísli B. Garðarsson hdl., Gunn- ar Helgason hrl. og Halldóra Kristjánsdóttir, Gunnar Sólnes hrl., Gunnlaugur Þórðarson hrl., Hafþór Ingi Jónsson hdl., Héðinn Finnbogason hdl., Ingi Ingi- mundarson hrl. og Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ingvar Björnsson hdl., Jóhann Steinason hrl. og María Finsen, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Jónas Haralds- son hdl., Kristinn Sigurjónsson hrl., Kristján Eiríksson hrl. og Eiríka Þórðar- dóttir, Ólafur Axelsson hrl., Ólafur Gústafsson hdl., Ólafur Ragnarsson hrl., Páll S. Pálsson hrl. og Guðrún Stefánsdóttir, Reinhold Kristjánsson hdl., Sig- urður Sigurjónsson hdl., Sigurmar K. Albertsson hdl., Skarphéðinn Þórisson hrl., Svanur Þór Vilhjálmsson hdl., Þorvaldur Lúðvíksson hrl. og Ásdís Ólafs- dóttir. Hafþór Ingi Jónsson. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.